Madonna á Ítalíu með nýjum ungum elskhuga

Madonna og fótboltamaðurinn Akeem Morris saman á Ítalíu til að …
Madonna og fótboltamaðurinn Akeem Morris saman á Ítalíu til að fagna 66 ára afmæli popp-drottningarinnar. Samsett mynd

Í tilefni afmælisins blés poppdrottningin til heljarinnar afmælisveislu á sama glæsihóteli og söng- og leikkonan Jennifer Lopez dvaldi fyrr í sumar, Positano's Villa TreVille. 

Fimm stjörnu hótelið er þekkt fyrir stórkostlegt útsýni yfir hafið og kostar nóttin þar allt frá 275.000 krónum, en hótelið er sagt vera eitt það glæsilegasta á heimsvísu og býður upp á mikla slökun og næði. 

Madonna bauð um 30 manns í afmælið sitt sem fengu …
Madonna bauð um 30 manns í afmælið sitt sem fengu meðal annars að snæða á þessari girnilegu afmælisköku. Skjáskot/Instagram

Bauð afmælisgestunum út að borða í Pompeii

Afmælisgestirnir voru um 30 talsins og þeim var einnig boðið út að borða í fornu borginni Pompeii þar sem sögulegar fornminjar gleðja augað hvert sem litið er. Veitingastaðurinn Quattro Passi undir umsjón kokksins Vincenzo Castaldo sá um að gera matarupplifunina ógleymanlega í afmæli Madonnu. Castaldo töfraði fram veislumat með ítalskri matargerð sérsniðinni að hefðum sem þekkjast aðeins á Amalfi-ströndinni. 

Madonna í afmælisveislu sinni ásamt dætrum sínum.
Madonna í afmælisveislu sinni ásamt dætrum sínum. Skjáskot/Instagram

Sáu tónlistaratriði í fornu leikhúsi

Áður en haldið var á hótelið stoppuðu Madonna og hennar nánustu í fornu leikhúsi þar sem þau sáu flutning ungra listamanna sem eru hluti af góðgerðarverkefni Madonnu sem heitir Sogno di Volare, eða Draumur um að fljúga á íslensku. 

Tónleikastaðurinn var einstakur.
Tónleikastaðurinn var einstakur. Skjáskot/Instagram

Einnig fengu þau leiðsögumann sem sýndi þeim merkilegustu minjar Pompeii-borgar.

Á samfélagsmiðlum deildi tónlistarkonan fjölmörgum myndum frá afmælisdeginum og hún virtist vera yfir sig hamingjusöm, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún ferðast til Ítalíu. „Aftur mætt til Ítalíu... Til hamingju með afmælið ég,“ skrifaði hún við myndaseríuna. 

People

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka