„Ekki skipta um föt, ekki fara í sturtu, drífið ykkur í burtu“

Ferðabloggararnir Andrew og Ale Kenney voru í Bláa lóninu þegar …
Ferðabloggararnir Andrew og Ale Kenney voru í Bláa lóninu þegar svæðið var rýmt vegna eldgoss við Sundhnúkagíga. Samsett mynd

Töluverður fjöldi fólks var í Bláa lóninu, eða um 1.300 manns, þegar svæðið var rýmt í gærkvöldi vegna eldgossins við Sundhnúkagíga. Ferðabloggararnir Andrew og Ale Kenny voru á meðal gesta og hafa deilt upplifun sinni á TikTok.

Parið deildi tveimur myndböndum á miðlinum sem hafa bæði fengið mikla athygli, en samanlagt hafa yfir 1,4 milljónir horft á myndböndin. 

„Við borguðum ekki einu sinni“

Í fyrra myndbandinu sést Andrew í inngangi Bláa lónsins þar sem hann bíður eftir Ale, en í bakgrunni má heyra í viðvörunarflautunum. „Viðvörunarflautur vegna eldgoss eru í gangi. Ég er að bíða eftir Ali og restinni af hópnum. Við fórum í heitu laugina, en í alvörunni, raunveruleg viðvörunarflauta vegna eldgoss er í gangi núna. Þetta er klikkað. Ég trúi þessu ekki. Þeir rýmdu allt Bláa lónið. Við verðum að fara. Þetta er ruglað,“ segir hann í myndbandinu. 

Stuttu síðar birtu þau annað myndband þar sem þau sjást yfirgefa Bláa lónið. „Frekar skelfileg upplifun. Það er verið að rýma Bláa lónið á Íslandi vegna þess að eldvirkni hefur mælst. Það er frekar ógnvekjandi þegar viðvörunarflauturnar fara í gang þegar þú ert lengst ofan í lauginni. Þeir drifu okkur upp úr, við erum enn rennandi blaut,“ segir Ale. 

„Ekki skipta um föt, ekki fara í sturtu, drífið ykkur í burtu. Við borguðum ekki einu sinni, við vorum með armbönd með innistæðu og allt, þeir voru bara: „Drífið ykkur í burtu, farið út,“ bætir Andrew við. 

@aa.kenney We are SAFE! Thankfully the employees at the Blue Lagoon were so professional and efficient at getting everyone out of there in a timely manner! Very scary and definitely not on our Bingo card. #fyp #aak #uwc #travel #iceland #volcano #bluelagoon #emergency #ultimateworldcruise #royalcaribbean @Blue Lagoon Iceland ♬ original sound - Andrew & Ale Kenney
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert