5 evrópskir áfangastaðir fyrir sólþyrsta Íslendinga í haust

Á listanum eru spennandi áfangastaðir sem bjóða upp á sólríka …
Á listanum eru spennandi áfangastaðir sem bjóða upp á sólríka daga á haustin. Samsett mynd

Íslenska veðrið fékk ekki mörg rokkstig í sumar og eru sumir enn að bíða eftir sumrinu. Hins vegar eru aðrir sem ætla ekki að láta veðrið hafa meiri áhrif á sig og ætla að skella sér út í sólina í haust. 

Ferðasérfræðingarnir hjá Condé Nast Traveller tóku saman á dögunum lista yfir bestu áfangastaðina í október fyrir sólþyrsta ferðalanga, en þessir staðir ættu að hitta beint í mark hjá Íslendingum enda bjóða þeir upp á sól, hlýju og sumarlega stemningu. 

Kýpur

Á Kýpur er sumar og sól allt árið um kring sem gerir eyjuna að fullkomnum áfangastað í október. Á haustin eru dagarnir almennt sólríkir og heitir – það er því nauðsynlegt að taka sundfötin með enda getur hitinn farið upp í allt að 27°C.

Í Kýpur er sumar allan ársins hring.
Í Kýpur er sumar allan ársins hring. Ljósmynd/Unsplash/Dyomir Kalaitsev

Sikiley

Haustin eru tilvalinn tími til að heimsækja Sikiley á Ítalíu. Í október er andrúmsloftið orðið rólegra eftir annasamt sumar, en það er þó enn hægt að stinga sér til sunds og fylla á d-vítamín birgðirnar þar sem hitinn getur farið upp í allt að 22°C.

Það er ekki erfitt að falla fyrir Sikiley á Ítalíu.
Það er ekki erfitt að falla fyrir Sikiley á Ítalíu. Ljósmynd/Unsplash/Don Fontijn

Malta

Í Miðjarðarhafinu leynist spennandi áfangastaður, Malta, sem býr yfir áhugaverðri sögu og menningu. Í höfuðborginni, Valletta, finnur þú eina fegurstu höfn heims, en í Möltu finnur þú einnig spennandi veitingastaði og listasenu. Í október getur hitinn farið upp í allt að 25°C svo það er mikilvægt að pakka sumarlegustu fötunum með.

Malta býður upp á margt spennandi.
Malta býður upp á margt spennandi. Ljósmynd/Unsplash/Joshua Kettle

Ibiza

Það er ekki síður heillandi að heimsækja töfrandi strendur, spennandi gönguleiðir og einstaka stemningu á Ibiza á haustin. Októbermánuður er í uppáhaldi hjá mörgum á eyjunni, en haustin þykja sérlega mild og ljúf þar sem hitinn getur farið upp í allt að 23°C.

Haustin eru ljúf á Ibiza, og þá sérstaklega októbermánuður.
Haustin eru ljúf á Ibiza, og þá sérstaklega októbermánuður. Ljósmynd/Unsplash/Ferran Feixas

Lanzarote

Mörgum þykir Lanzarote fegurst af Kanaríeyjunum, en þar finnur þú einstakt landslag, merkilegan arkitektúr og heillandi strendur sem gleðja augað. Það besta er þó að sumarið fer aldrei af eyjunni, en í október getur hitinn farið upp í allt að 26°C.

Lanzarote býður upp á magnað eldfjallalandslag.
Lanzarote býður upp á magnað eldfjallalandslag. Ljósmynd/Unsplash/Madakalico
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka