Íslenskur þyrluflugmaður gaf vinningsupphæðina til góðgerðamála

Gísli Matthías er uppfullur af tilhlökkun í hvert sinn sem …
Gísli Matthías er uppfullur af tilhlökkun í hvert sinn sem hann sest undir stýri. Ljósmynd/Úr einkasafni

Þyrluflugmaður­inn Gísli Matth­ías Gísla­son veit fátt skemmti­legra en að setj­ast und­ir stýri á þyrlu og halda á stað upp í háloft­in. Mjög ung­ur átti hann sér draum um að verða flugmaður og var það frændi hans, Benóný Ásgríms­son þyrluflug­stjóri, sem kveikti flugáhug­ann hjá hon­um. Benóný er landsþekkt­ur flugmaður og starfaði um ára­bil sem þyrluflugmaður hjá Land­helg­is­gæsl­unni.

Gísli Matth­ías upp­lif­ir æsku­draum­inn í flugi nán­ast alla daga, ef veður leyf­ir, og flýg­ur með ferðamenn vítt og breitt um landið og kynn­ir þá fyr­ir stór­brot­inni nátt­úru þess­ar­ar fal­legu eyju.

Á æv­in­týr­um sín­um um háloft­in hef­ur Gísli Matth­ías heim­sótt öll helstu nátt­úru­und­ur Íslands og fangað ein­stök augna­blik á filmu sem hann deil­ir gjarn­an með áhuga­söm­um á sam­fé­lags­miðlum. Ljós­mynd sem hann tók af áströlsk­um hjón­um á Mýr­dals­jökli und­ir árs­lok í fyrra vakti mikla at­hygli og varð hlut­skörp­ust í ljós­mynda­keppni hjá hinu virta þyrlu­tíma­riti Heli­Ops á dög­un­um.

Gísla Matthíasi tókst að fanga einstakt augnablik.
Gísla Matth­íasi tókst að fanga ein­stakt augna­blik. Ljós­mynd/​Gísli Matth­ías Gísla­son

Seldi bíl­inn og hóf nám

Hvenær kviknaði áhug­inn?

„Ég fylgd­ist spennt­ur með öll­um frétt­um af Land­helg­is­gæsl­unni sem ung­ur strák­ur og greip því tæki­færið til að læra flug um leið og tæki­færi gafst. Í kring­um 1994 var aug­lýst að það væri kennsluþyrla á land­inu. Ég fór rak­leitt í prufu­tíma og heillaðist strax. Að hon­um lokn­um ákvað ég að selja bíl­inn og hefja nám. Það var nú ekki flókn­ara en það.”

Hvað er það skemmti­leg­asta við flug­in?

„Þetta er bara svo skemmti­legt. Nátt­úr­an á Íslandi ger­ir vinn­una auðvelda, sér­stak­lega þegar viðrar vel. Ég er alltaf spennt­ur, þetta verður aldrei leiðigjarnt. Þegar ég á flug eldsnemma á laug­ar­dags­morgni er ég orðinn vel spennt­ur á föstu­dags­kvöldi.”

Hvert flýg­urðu helst?

„Ég fer reglu­lega í út­sýn­is­flug af ýms­um toga en upp á síðkastið hef ég verið mikið í svo­kölluðum skíðaflug­um (e. Heli skiing) þar sem ég flýg með skíðamenn upp á topp. Það eru upp­á­halds­flug­in mín, enda marg­ir sem koma ár eft­ir ár eft­ir ár.”

Þyrluframleiðandinn Airbus bauð Gísla Matthíasi í nokkurra daga heimsókn til …
Þyrlu­fram­leiðand­inn Air­bus bauð Gísla Matth­íasi í nokk­urra daga heim­sókn til að skoða verk­smiðjur sín­ar ásamt tveim­ur öðrum flug­mönn­um frá Banda­ríkj­un­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Flaug með Tom Cruise

Gísli Matth­ías hef­ur ótal sinn­um flogið yfir Ísland og á marg­ar eft­ir­minni­leg­ar ferðir að baki.

Hvert er eft­ir­minni­leg­asta flugið?

„Úff, þau eru svo mörg!

Það var svo­lítið gam­an að fljúga með Tom Cruise. Hann var stadd­ur á Íslandi í heila tvo daga fyr­ir ör­fá­um árum síðan. Við vor­um bara að fljúga um og leika okk­ur. Hann er þyrluflugmaður sjálf­ur og gát­um við því spjallað al­veg út í eitt. Það er gam­an að segja frá því að ég hef þá reglu að taka aldrei mynd af mér með kúnn­an­um en á öðrum degi okk­ar þá bað hann mig um mynd af okk­ur sam­an. Mér fannst það gam­an.“

Ertu adrenalín­fík­ill?

„Nei, alls ekki. Ég er alltaf með plan B, C og D. Við erum sér­stak­ur sam­fé­lags­hóp­ur, þyrluflug­menn, en alls ekki adrenalín­fíkl­ar. Þá væri auðvelt að drepa sig á þessu.”

Glæsilegt útsýni.
Glæsi­legt út­sýni. Ljós­mynd/​Gísli Matth­ías Gísla­son

Vildu upp­lifa ís­lenskt hríðarveður

Gísli Matth­ías ferðast reglu­lega með ferðamenn sem koma hvaðanæva að úr heim­in­um til að skoða land og þjóð. Í nóv­em­ber á síðasta ári flaug hann með áströlsk hjón sem vildu ólm kom­ast í tæri við al­vöru ís­lenskt hríðarveður. Þann dag fangaði Gísli Matth­ías vinn­ings­mynd­ina.

„Þetta var mjög fyndið. Hjón­in sögðust hafa komið sér­stak­lega til Íslands út af veðrinu og æðsti draum­ur þeirra var að lenda uppi á jökli. Það var hvasst og mjög kalt þenn­an dag, ég verð að viður­kenna að ég hafði smá áhyggj­ur af þeim, en þau nutu sín í -10 gráðum og fjúki. Þetta var æðis­leg stund, dag­ur­inn bjart­ur og fal­leg­ur. Ég tók því upp sím­ann og smellti af nokkr­um mynd­um.”

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í ljós­mynda­keppni?

„Þetta er virkt blað og ég hef flogið með einn eig­anda þess. Ég sendi því ein­staka sinn­um ein­hverj­ar mynd­ir og hafa nokkr­ar þeirra birst í blaðinu. Þegar ég fékk til­kynn­ingu um að ég hefði unnið þá mundi ég ekk­ert hvaða mynd það var sem vann.“

Voru ein­hver verðlaun fyr­ir fyrsta sætið?

„Jú, það voru ein­hver pen­inga­verðlaun en mér varð svo um að sjá þetta og sagði þeim bara að gefa fjár­hæðina til góðgerðar­mála úti. Ég vildi ekk­ert vera að flækja þetta.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert