Þrír trylltir bátar sem þú getur gist í

Á listanum eru þrír bátar sem þú getur gist í!
Á listanum eru þrír bátar sem þú getur gist í! Samsett mynd

Dreymir þig um að gista í bát? Á bókunarvef Airbnb er úrval af húsbátum sem bjóða upp á ævintýralega gistingu víðs vegar um heiminn.

Ferðavefur mbl.is tók saman fimm húsbáta sem eru sérlega glæsilegir þegar kemur að hönnun þeirra, en þeir bjóða einnig upp á töfrandi útsýni um gluggana sem líkjast helst málverki.

Villa í Hollandi

Lúxus og náttúrufegurð sameinast í þessari glæsivillu í Hollandi. Í hönnuninni var innblástur fenginn úr náttúrunni í kring og áhersla lögð á fallega áferð sem þar finnst, til dæmis bambus, rattan og rey.

Húsbáturinn státar af tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi, en þar rúmast allt að fjórir næturgestir hverju sinni. Nóttin kostar 517 bandaríkjadali, eða sem nemur tæpum 72 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Umhverfið í kringum villuna er ekki af verri endanum.
Umhverfið í kringum villuna er ekki af verri endanum. Ljósmynd/Airbnb.com
Lúxusinn er í forgrunni í villunni.
Lúxusinn er í forgrunni í villunni. Ljósmynd/Airbnb.com

Svarti svanurinn í Hollandi

Þessi flotta villa sem kallast Svarti svanurinn (e. black swan) svífur á vatni í Oostknollendam í norðurhluta Hollands. Rólegheitin eru í forgrunni í þessari villu sem hefur verið innréttuð á glæsilegan máta, en hún býður einnig upp á fallegt útsýni um stóra glugga.

Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsbátnum sem rúmar allt að sex næturgesti hverju sinni. Nóttin kostar 547 bandaríkjadali, eða sem nemur um 76 þúsund krónum.

Villan er gríðarstór og á tveimur hæðum.
Villan er gríðarstór og á tveimur hæðum. Ljósmynd/Airbnb.com
Fallegir gluggar prýða villuna og veita útsýni.
Fallegir gluggar prýða villuna og veita útsýni. Ljósmynd/Airbnb.com

Kósíheit í Hamborg

Á friðsælum stað í Hamborg í Þýskalandi er að finna þennan notalega húsbát. Kósíheitin eru í forgrunni í bátnum sem er með stórum gluggum. Þó svo að efniviður úr náttúrunni sé áberandi í húsbátnum fær litagleðin að njóta sín í húsmununum sem skapar skemmtilega stemningu. 

Eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í bátnum sem rúmar allt að fjóra næturgesti hverju sinni. Nóttin kostar 188 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 26 þúsund krónum.

Báturinn er ekki síður sjarmerandi að utan.
Báturinn er ekki síður sjarmerandi að utan. Ljósmynd/Airbnb.com
Það er notaleg stemning inni í húsbátnum.
Það er notaleg stemning inni í húsbátnum. Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka