Einstök arkitektúrperla frá árinu 1959

Einstök eign sem fangar augað!
Einstök eign sem fangar augað! Samsett mynd

Franska listakonan Beatrice Faverjon festi kaup á glæsilegri arkitektúrperlu í Topanga í Kaliforníu fyrir nokkrum árum sem hún hefur nú gefið allsherjar yfirhalningu. Húsið er einstakt á marga vegu, en það var byggt árið 1959 af arkitektinum Earl Wearl. 

Þegar Faverjon keypti húsið var stíllinn algjörlega í anda sjöunda áratugarins og húsið málað í ljósfjólubláum lit að utan. Hún varð þó strax heilluð af formi hússins og sá mikil tækifæri þar. 

Hún byrjaði á því að klæða húsið að utan með fallegum við sem ber heitið Kayu og gefur eigninni mikinn karakter. Faverjon hélt svo áfram að vinna með sama við að innan, en hann má sjá víða – til dæmis í eldhúsinu í sérsmíðaðri innréttingu, á veggjum og í lofti. 

Tímalaus og einstök hönnun

Endurbæturnar heppnuðust afar vel hjá listakonunni og í dag er eignin tímalaus og einstök. Að utan setja sterkt form og áberandi viður svip sinn á eignina, en að innan er eignin hlýleg og minimalísk þar sem hver hlutur hefur verið valinn inn af mikilli kostgæfni. 

Eignin er til útleigu á Airbnb, en þar rúmast allt að sex næturgestir hverju sinni. Eignin státar af þremur svefnherbergjum og þremur baðherbergjum og kostar nóttin þar 785 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmlega 109 þúsund kónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka