Lesið upp úr Laxness undir berum himni

Bækur eftir Halldór Laxness eiga enn erindi til almennings.
Bækur eftir Halldór Laxness eiga enn erindi til almennings. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Pétur Gunnarsson munu lesa sérvalda kafla upp úr Sjálfstæðu fólki í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá því að fyrri hluti Sjálfstæðs fólks eftir Halldór Laxness kom út.

Efnt verður til skáldagöngu, sunnudaginn kl. 14.00 og gengið verður frá Gljúfrasteini upp að Helgufossi með göngustjóra í fararbroddi. Við Helgufoss verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

Sjálfstætt fólk er jafnan talin ein þekktasta skáldsaga íslenskra bókmennta og fjallar um Bjart í Sumarhúsum, fjölskyldu hans og örlög þeirra. Göngufólk er hvatt til að mæta í viðeigandi skóbúnaði og hlífðarfatnaði í takt við veðurspá og gott er að gera ráð fyrir rúmri klukkustundar göngu hvora leið. 

Þá má benda á að safnið á Gljúfrasteini fagnar einnig 20 ára afmæli um þessar mundir en yfirlýst hlutverk safnsins er að sýna heimili Halldórs Laxness sem lifandi safn og standa vörð um lífsstarf hans. 

Helgufoss er tólf metra hár foss í Mosfellssveit.
Helgufoss er tólf metra hár foss í Mosfellssveit. Mynd/Umhverfisstofnun
Boðið er upp á skáldagöngu um Mosfellsdal á sunnudag. Lagt …
Boðið er upp á skáldagöngu um Mosfellsdal á sunnudag. Lagt verður af stað frá Gljúfrasteini og áð að Helgufossi. Arnaldur Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert