11 töfrandi veitingastaðir í París

Franskur matur þykir sá besti í heimi.
Franskur matur þykir sá besti í heimi. Unsplash/Camille Brodard

Borgarferðir eru vinsælastar með haustinu, í kringum jólatímann og einnig á vorin. Þau sem ætla að leggja leið sína til Parísar á næstunni ættu að kíkja á þessa veitingastaði. Kokkurinn Andrea LeTard deildi uppáhalds veitingastöðum sínum í París með fylgjendum sínum á Instagram og eru margir þeirra mjög heillandi.

Ralph's fyrir dásamlegan hádegismat. Hann er staðsettur í Ralph Lauren versluninni á götunni 173 bd St. Germain.

Ralph's í París.
Ralph's í París.

Closerie des Lilas er klassískur staður með góðum skelfiski og sjávarréttum. Hann er á götunni 171 Boulevard du Montparnasse.

Closerie des Lilas.
Closerie des Lilas.

La Fontaine de Mars fyrir ekta franskan, rómantískan kvöldverð. Dúkarnir eru rauðköflóttir eins og í frönsku bíómyndunum. Staðurinn er á götunni 129 rue Saint Dominique.

La Fontaine de Mars.
La Fontaine de Mars.

Le Petit Chatelet til að sitja úti í góðu veðri, horfa á fólk og fallega útsýnið. Á götunni 39 Rue De La Bucherie.

Le Petit Chatelet.
Le Petit Chatelet.

Bistrot de L'ouette er falinn demantur og einn besti hádegisverður sem þú færð í París. Hann er staðsettur á götunni Rue des Tournelles númer 38. 

Bistrot de L'ouette.
Bistrot de L'ouette.

Altro Frenchie er góður ítalskur staður að hætti Frakkans. Maturinn er fínn, klassískur og ofsalega góður. Á götunni 9 Rue du Nil. 

Altro Frenchie.
Altro Frenchie.

Le Select, Le Dome og La Rotonde fyrir pöbbarölt og gómsætan mat í anda þriðja áratugarins. Le Select er á 204 rue Saint Denis, Le Dome á rue Saint Dominique og La Rotonde á 2 Place D Estienne D Orves í Montparnasse-hverfinu.

Le Select.
Le Select.

Harry's Bar fyrir kokteila. Margir af frægustu kokteilum heims urðu til þar en staðurinn var opnaður fyrst árið 1911. Hann er á götunni 5 Rue Daunoue.

Harry's Bar.
Harry's Bar.

Frenchie fyrir töfrandi og hlýlega stemningu. Frenchie er með eina Michelin-stjörnu. Staðsetning hans er ekki langt frá Louvre-safninu á götunni 9 rue du Nil, sama stað og Altro Frenchie. Á Frenchie Caviste, sem er einnig í sömu götu má fara í frábæra vínsmökkun með mat eða ekki.

Frenchie.
Frenchie.

Le Train Bleu er einn fallegasti veitingastaðurinn í París. Þar er ekta franskur matur og gott andrúmsloft. Hann er staðsettur á 6 Place Louis Armand.

Le Train Bleu.
Le Train Bleu.

Academie De La Biere er laus við alla stæla og er þekktur fyrir góðan krækling, bjór og franskar. Hvað þarf meira?

Academie De La Biere.
Academie De La Biere.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert