Borg ástarinnar, París í Frakklandi, er hinn fullkomni áfangastaður fyrir borgarferð að mati margra. París hefur upp á ótal margt að bjóða, allt frá rómantísku andrúmslofti og spennandi listasöfnum yfir í ljúffenga matarmenningu og sjarmerandi arkitektúr.
Þeir sem vilja taka sér hlé frá stórborgarstemningunni í París og kanna litla bæi í nálægð ættu hins vegar ekki að vera í vandræðum með að finna eitthvað við hæfi, en í nágrenni borgarinnar eru spennandi strandbæir sem gaman er að heimsækja.
Í Norður Frakklandi er einn vinsælasti strandstaður Frakklands, en hann er bæði vinsæll meðal íbúa Parísarborga og erlendra ferðamanna. Á sumrin býður staðurinn upp á ljúfar strendur, góða verslunar- og veitingastaði og iðandi næturlíf. Hann er hins vegar ekki síður vinsæll á veturna þar sem glæsilegar skreytingar fylla bæinn.
Það tekur um tvær klukkustundir og 50 mínútur að keyra frá París til Le Touquet.
Þessi fallegi strandbær líkist helst póstkorti með hvítum sandströndum og fallegum sólhlífum. Deauville er vinsæll dvalarstaður meðal vel stæðra Parísarbúa og er meira að segja stundum kallað „21. hverfi Parísar.“
Það tekur um tvær klukkustundir og 35 mínútur að keyra frá París til Deauville.
Það er einstök upplifun að heimsækja Étretat, en þar taka á móti ferðalöngum stórkostlegir hvítir klettar sem mynda stórbrotið sjónarspil á ströndinni. Landslagið ætti að hitta beint í mark hjá flestum, enda ekki leiðinlegt myndefni.
Það tekur um tvær klukkustundir og 55 mínútur að keyra frá París til Étretat.