Sigurlaug og Óli syntu með svínum á Bahamaeyjum

Sigurlaug Birna Garðarsdóttir og Ólafur Jóhann Steinsson hafa verið dugleg …
Sigurlaug Birna Garðarsdóttir og Ólafur Jóhann Steinsson hafa verið dugleg að ferðast um heiminn á undanförnum árum. Samsett mynd

Það væs­ir sann­ar­lega ekki um TikT­ok-stjörn­urn­ar Sig­ur­laugu Birnu Garðars­dótt­ur og Ólaf Jó­hann Steins­son, bet­ur þekkt­ur sem Óli á hjóli, en þau eru stödd í sól­ríku og töfr­andi fríi um þess­ar mund­ir.

Parið hef­ur notið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok, en þar eru þau dug­leg að birta hin ýmsu mynd­bönd, þar á meðal viðtöl við fólk á förn­um vegi og ferðamynd­skeið.

Sigla um kar­ab­íska hafið á glæsi­legu skemmti­ferðaskipi

Ferðalag pars­ins byrjaði í Flórída í Banda­ríkj­un­um, en þau héldu svo í sigl­ingu á glæsi­legu skemmti­ferðaskipi um kar­ab­íska hafið. Þau komu við á Bahama­eyj­um þar sem þau áttu eft­ir­minni­leg­ar stund­ir, en þau nutu sól­ar­inn­ar á strönd­inni og syntu með of­urkrútt­leg­um svín­um. 

Sig­ur­laug og Óli hafa verið dug­leg að deila æv­in­týra­legu efni frá ferðalag­inu á sam­fé­lags­miðlum. Þau birtu bæði myndaröð frá Bahama­eyj­um á In­sta­gram sem sló ræki­lega í gegn, enda ekki á hverj­um degi sem fólk fær að synda með svín­um í krist­al­tær­um sjó.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert