„Þegar við Maggi erum saman þá reynum við að gera eitthvað sérstakt“

Kiddi Bigfoot, Magnús Þór Sveinsson og Loui Santoro.
Kiddi Bigfoot, Magnús Þór Sveinsson og Loui Santoro.

Íslenski plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot, Kristján Jónsson, hefur haldið uppi stuðinu á skemmtistöðum landsins síðan elstu menn muna. Nú er hann staddur á grísku eyjunni Rhodos ásamt eiginkonu sinni, Eyju Bryngeirsdóttur, og góðum vinum. Kiddi undirbjó ferðina vel. Keypti hlébarðasundskýlu á Temu og sló svo upp teiti á bát. 

„Erum bara prófa Rhodos í góðum félagsskap. Erum með vinum sem hafa komið hingað á hverju ári í 15 ár og þekkja lókalinn. Þetta er búið að vera frábært ævintýri og gleði, fyrir utan þegar við mættum í landsliðstreyjum að horfa Ísland Tyrkland. En Grikkirnir knúsuðu okkur eftir leik þannig það lagaðist fljótt,“ segir Kiddi í samtali við mbl.is. 

Kiddi og ferðafélagar hans leigðu skútu og að sjálfsögðu sá hann til þess að engum leiddist. 

„Við áttum frábæran dag á skútu sem við leigðum og tókum með okkur vini og vandamenn. Við gerðum smá uppistand og spiluðum tónlist. Það var vel við hæfi enda tveir plötusnúðar í ferðinni og einn prúdúsent hjá sjónvarpstöðinni MTV,“ segir Kiddi. Hann segir að veðrið hafi leikið við þau í ferðinni og segir frá því að það sé 30 stiga hiti og sól. 

„Þegar við Maggi erum saman þá reynum við að gera eitthvað sérstakt. Búa til minningar og gera eitthvað sem fólk hefur ekki upplifað áður,“ segir Kiddi glaður í bragði. 

„Þannig að það er enginn er að kvarta,“ segir hann. 

Hér eru Kiddi, Maggi og Louis í stuði á skútunni.
Hér eru Kiddi, Maggi og Louis í stuði á skútunni.
Gamlir taktar úr Hollywood voru rifjaðir upp á skútunni.
Gamlir taktar úr Hollywood voru rifjaðir upp á skútunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert