147 fm af ekta skandinavískum stíl í Kaupmannahöfn

Íbúðin er sannkölluð hönnunarparadís.
Íbúðin er sannkölluð hönnunarparadís. Samsett mynd

Við Nørrebrogade í Kaupmannahöfn er til sölu sérlega sjarmerandi íbúð á annarri hæð í fallegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 1891. Íbúðin telur 147 fm og hefur verið skemmtilega innréttuð með skandinavísku yfirbragði. 

Íbúðin hefur fengið allsherjar yfirhalningu, en hún er afar björt og státar af yfir þriggja metra lofthæð. Í hönnuninni mætist nýtt og gamalt og býr til notalega stemningu, en haldið var í suma upprunalega hluta íbúðarinnar sem gefa henni mikinn sjarma og eru í anda byggingarstílsins.

Gulu tónarnir gefa eldhúsinu mikla hlýju.
Gulu tónarnir gefa eldhúsinu mikla hlýju. Ljósmynd/Nybolig.dk
Í stofunni fá bláir og rauðir tónar að njóta sín.
Í stofunni fá bláir og rauðir tónar að njóta sín. Ljósmynd/Nybolig.dk
Fallegir hönnunarmunir prýða íbúðina.
Fallegir hönnunarmunir prýða íbúðina. Ljósmynd/Nybolig.dk

Hin fullkomna litagleði

Danir eru meistarar í að dansa á línu litagleðinnar, en í íbúðinni fá sérvaldir dýpri litir að njóta sín í bland við náttúrulegri litapallettu. 

Eldhús og borðstofa eru samliggjandi í björtu alrými þar sem fagurgulir tónar ráða ríkjum. Eldhúsinnréttingin er mínimalísk og stílhrein með viðarfrontum, en á hluta eldhússins hefur flísum í fallegum tónum verið komið fyrir sem skapa sterkan karakter.

Í stofunni er bláum og rauðum tónum blandað saman í húsmunum og listaverkum, en það er svo tignarlegur flygill sem setur punktinn yfir i-ið í rýminu. Eignin státar af þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Ásett verð er 9.995.000 danskar krónur að því er fram kemur á vef Nybolig, eða sem nemur 204.697.600 krónur á gengi dagsins í dag.

Flygill í stofunni setur punktinn yfir i-ið.
Flygill í stofunni setur punktinn yfir i-ið. Ljósmynd/Nybolig.dk
Mikil lofthæð er í íbúðinni.
Mikil lofthæð er í íbúðinni. Ljósmynd/Nybolig.dk
Frá stofunni er gengið inn í notalegt sjónvarpsherbergi.
Frá stofunni er gengið inn í notalegt sjónvarpsherbergi. Ljósmynd/Nybolig.dk
Ekki amalegt!
Ekki amalegt! Ljósmynd/Nybolig.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka