Myndband: Hjólaði Kattarhrygginn og deildi ótrúlegu sjónarhorni

Kattarhryggurinn er ekki fyrir lofthrædda!
Kattarhryggurinn er ekki fyrir lofthrædda! Samsett mynd

Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Skógum í Þórsmörk er ein vinsælasta gönguleið landsins, enda býður hún upp á stórkostlegt útsýni og frábæra útivist. 

Rétt áður en komið er niður í Goðaland þar sem Básar eru staðsettir í Þórsmörk þurfa göngugarpar að fara yfir hinn fræga Kattarhrygg, en það eru örmjóir hryggir með Strákagil og Þvergil sitthvoru megin við og eru ekki fyrir lofthrædda.

Hjólagarpurinn Leifur Harðarson deildi á dögunum mögnuðu myndbandi af sér að hjóla Kattarhrygginn, en í myndbandinu má sjá leiðina frá nokkrum skemmtilegum sjónarhornum sem veita áhorfendum ágætis upplifun á hryggnum.

Mörgum þykir tilhugsunin að ganga á hryggnum erfið, en það að hjóla ofan á honum er hins vegar á allt öðru „leveli“!

@leifur.hararson 📍KATTARHRYGGUR | ÞÓRSMÖRK #mtb #mountainbiking #santacruz #singletrack #emtb #enduromtb #pov #drone #djimini4pro ♬ original sound - Leifur Harðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert