Gerður í Blush mátaði brúðarkjóla í Mílanó

Jakob Fannar og Gerður eru hrifin af Ítalíu.
Jakob Fannar og Gerður eru hrifin af Ítalíu. Skjáskot/Instagram

Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er stödd í menningarborginni Mílanó á Ítalíu ásamt unnusta sínum, Jakob Fannari Hansen.

Ekki er langt síðan að parið trúlofaði sig á Ítalíu en Jakob Fannar fór á skeljarnar í byrjun júlímánaðar og bað sinnar heittelskuðu um borð í báti er sigldi um Garda-vatn, stærsta stöðuvatn Ítalíu.

Gerður hefur gefið fylgjendum sínum skemmtilega innsýn í ferðalag þeirra á Instagram-síðu sinni síðustu daga. Hún sýndi meðal annars frá leik AC Milan og Liverpool, en parið ákvað með stuttum fyrirvara að skella sér á völlinn þrátt fyrir þekkja lítið til íþróttarinnar.

Gerður heimsótti einnig brúðarkjólaverslun í borginni, án unnusta síns, og fékk að máta fallega brúðarkjóla. 

Gerður var umvafin glæsilegum brúðarkjólum.
Gerður var umvafin glæsilegum brúðarkjólum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka