Ótrúlegt myndband af íslenskum hestum vekur heimsathygli

Sjáðu myndbandið!
Sjáðu myndbandið! mbl.is/Eggert Jóhannesson

Myndband af íslenskum hestum á hálendi Íslands hefur vakið heimsathygli á TikTok, en í myndbandinu sést stóð af hestum hlaupa niður svarta sanda á eftir fugli sem virðist leiða stóðið.

Myndbandið hefur þegar fengið tæplega átta milljónir áhorfa og farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. 

Af ummælum að dæma virðist myndbandið hafa hreyft við mörgum, en þó nokkrir segja það minna á atriði úr teiknimyndinni Villti folinn (e. Spirit) sem kom út árið 2002 og hefur notið gríðarlegra vinsælda. 

„Er þetta fugl sem flýgur með þeim í byrjun? Alveg eins og vinur Spirit í myndinni,“ skrifaði einn notandi á meðan annar sagði: „Þetta fékk mig til að gráta ... Svo fallegt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka