Þetta eru elstu lönd í heimi

Á listanum finnur þú elstu lönd heims.
Á listanum finnur þú elstu lönd heims. Samsett mynd

Það getur verið flókið að ákvarða aldur landa af nokkrum ástæðum, til dæmis getur það verið skilgreint með ýmsum sögulegum tímamótum eins og sjálfstæði, landvinningum eða myndun ríkisstjórnar. Þá getur löng og fjölbreytt saga mismunandi stjórnarfars og svæðisbreytinga einnig spilað inn í.

Fyrsta skrefið til að ákvarða hvaða lönd í heiminum eru elst er að skilgreina nákvæmlega hvað við teljum vera land. Þó svo að borgríki eins og Aþena og Róm hafi verið öflug og áhrifarík á sínum tíma, þá voru þau ekki lönd eins og við skilgreinum þau í dag. Að sama skapi voru hin víðáttumiklu heimsveldi, eins og Rómaveldi og Han-veldið, ekki teljast sem lönd.

Vegna flókinna atburðarrása í heimssögunni geta listar yfir elstu lönd í heimi verið breytilegir eftir því hvernig upphaf þeirra er skilgreint. En ef dagsetningin með elstu þekktu vísbendingu um skipulögð stjórnvöld er skilgreind sem upphafið, þá myndi listinn líta svona út:

Íran – 3.200 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Mesut cicen

Egyptaland – 3.100 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Sergii Shchus

Víetnam – 2.879 f.Kr.

Ljósmynd/Pexels/Dương Nhân

Armenía – 2.492 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/An. K.

Norður-Kórea – 2.333 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Random Instutute

Kína – 2.070 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Getty

Indland – 2.000 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Annie Spratt

Georgía – 1.300 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Mahsa Habibi

Ísrael – 1.300 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Shai Pal

Súdan – 1.070 f.Kr.

Ljósmynd/Unsplash/Yusuf Yassir

World Population Review

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert