Bestu AirBnb-íbúðirnar í Porto

Það er mikið um heillandi íbúðir til að leigja.
Það er mikið um heillandi íbúðir til að leigja. Ljósmynd/Samsett mynd

Porto er borg í Portúgal sem þykir ótrúlega fögur og sjarmerandi. Borgin er við ána Douro og er þekkt fyrir fallegan arkitektúr, litskrúðug hús, steinlagðar götur, heillandi brýr og að sjálfsögðu púrtvínið. Vínekrurnar í Douro-dalnum eru fjöldamargar og er það á óskalista marga að sigla niður ána og stoppa á mismunandi vínekrum.

Miðbær Porto er á heimsminjaskrá Unesco og ættu allir að reyna að heimsækja borgina við tækifæri. Hér fyrir neðan er listi af flottri Airb'n'b-gistingu í Porto fyrir þau sem vilja aðeins meira en hótelherbergi getur boðið upp á og oft á betra verði.

Casa Almares er yndisleg og stílhrein íbúð sem er vel staðsett og rúmar fjóra gesti. Eigendur hennar voru undir skandínavískum áhrifum við hönnun hennar og í bland við portúgalska stemningu. Íbúðin er steinsnar frá Trindade-lestarstöðinni og svo er mikið um góða veitingastaði og matarverslanir í aðeins nokkurra mínútna göngufjarlægð. 

Íbúðin var gerð upp í skandinavískum stíl.
Íbúðin var gerð upp í skandinavískum stíl. Ljósmynd/Airbnb

Alquimia er sannkölluð lúxusíbúð og rúmar sex gesti. Íbúðin var innréttuð á nútímalegan hátt, þar sem portúgalska list má finna á veggjum í bjartri setustofunni. Sængurfötin eru í takt við þau sem notuð eru á bestu hótelum heims.

Gulur velúrsófi setur skemmtilegan svip á rýmið í Alquimia-íbúðinni.
Gulur velúrsófi setur skemmtilegan svip á rýmið í Alquimia-íbúðinni. Ljósmynd/AirBnb

Barnvæn og litrík íbúð sem er fullkomin fyrir fjögurra manna fjölskyldu og er frábærlega vel staðsett í Bolhão-hverfinu. Íbúðinni fylgir þvottavél og þurrkari sem mikilvægt er að hafa þegar ferðast er með börn og foreldrarnir geta notið sín með púrtvínsglas á svölunum þegar litlu manneskjurnar sofna loksins.

Barnvæn íbúð á besta stað.
Barnvæn íbúð á besta stað. Ljósmynd/AirBnb

Hvað er betra en að sofa á gamalli vínekru? Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í yfir 150 ár en því hefur nú verið breytt í heillandi leiguíbúð. Útsýnið yfir fjöllin og ána gerir gistinguna enn meira sjarmerandi og fáir kvarta yfir nálægðinni við þekktar vínekrur í Douro-dalnum.

Sveitastemning á vínekru.
Sveitastemning á vínekru. Ljósmynd/AirBnb

Hús rithöfundsins er litríkt og staðsett við ströndina. Veggirnir eru bleikir, áferðirnar mjúkar og veggflísarnar mynstraðar. Það er fullkomið að njóta morgunbollans á svölunum og ganga svo niður á strönd sem tekur aðeins fimm mínútur. Íbúðin tekur við fjórum gestum.

Litrík íbúð nálægt ströndinni.
Litrík íbúð nálægt ströndinni. Ljósmynd/AirBnb

Heillandi íbúð í miðborginni í tvöhundruð ára gömlu húsi þar sem þú færð söguna beint í æð. Í íbúðinni finnurðu stóra glugga, viðargólf og íburðarmikil rúm. Íbúðin er vel staðsett fyrir þá sem ætla að heimsækja alla vinsælustu túristastaðina. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir hávaða ættu þó að velja sér aðra gistingu þar sem næturlífið er mikið og hávært í grenndinni.

Frábær staðsetning í gömlu húsi.
Frábær staðsetning í gömlu húsi. Ljósmynd/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka