Flottasta hverfi í heimi er í Frakklandi

Hverfin eru skemmtilega ólík.
Hverfin eru skemmtilega ólík. Samsett mynd

Notre Dame du Mont-hverfið í Marseille í Frakklandi hefur verið valið flottasta borgarhverfi í heimi. Hverfið er einstaklega litskrúðugt og skemmtilegt og vinsælt meðal lands- og ferðamanna.

Tímaritið Time Out tók saman lista yfir flottustu hverfin í heimi. Þrátt fyrir mörg lífleg og skemmtileg hverfi náði Ísland ekki inn á listann að þessu sinni.

Notre Dame du Mont

Í þessu fallega franska hverfi er gríðalega margt að sjá og gera, sérstaklega fyrir listaunnendur. Á svæðinu eru glæsileg listagallerí, fallegir veitingastaðir og bakarí og faldir gimsteinar. 

Hverfið er litríkt og skemmtilegt.
Hverfið er litríkt og skemmtilegt. Ljósmynd/Unsplash.com

Mers Sultan

Hverfið, sem er staðsett í marokkósku borginni Casablanca, er afar vinsælt meðal ferðamanna og ljósmyndara, enda sögulegt svæði og uppfullt af hrífandi byggingum.

Það er mikið líf í marokkóska hverfinu.
Það er mikið líf í marokkóska hverfinu. Ljósmynd/Lauren Shankman

Pererenan

Pererenan-hverfið á Balí er einstakt. Svæðið er myndrænt og fagurt og býður upp margt spennandi fyrir ferðafólk, en þar má finna gullfallegar stendur, skemmtilegar verslunargötur og fjölskrúðugt og friðsælt umhverfi.

Það er margt að sjá og gera á Balí.
Það er margt að sjá og gera á Balí. Ljósmynd/Unsplash.com

Seongsu-dong

Seongsu-dong í Suður-Kóreu situr í fjórða sæti listans. Hverfið hefur breyst mikið á síðustu áratugum, en það var lengi vel iðnaðarsvæði. Í dag má finna krúttleg lítil kaffihús, líflegar verslunargötur og söfn. Hverfinu er gjarnan líkt við Brooklyn í New York.

Hverfið er mjög vinsælt meðal heimamanna.
Hverfið er mjög vinsælt meðal heimamanna. Ljósmynd/Visitkorea.or.kr

Kerns

Kerns-hverfið í Portland er undir spænskum áhrifum, en í hverfinu eru fallegir blómagarðir, litrík hús og ávaxtatré. Í hverfinu er eitt af elstu kvikmyndahúsum Bandaríkjanna, Laurelhurst Theater, en það opnaði árið 1923. 

Það er mikið líf í hverfinu.
Það er mikið líf í hverfinu. Ljósmynd/Slava Keyzman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka