Gistinóttum á hótelum fjölgaði

Ferðamenn í Bláa lóninu í júní síðastliðnum.
Ferðamenn í Bláa lóninu í júní síðastliðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gistinætur á hótelum í ágúst voru rúmlega 608.700 á landsvísu eða um 2,3% fleiri en á sama tíma í fyrra þegar þær voru 595.100 talsins.

Mest fjölgaði gistinóttum á Suðurlandi (5,6%) og á höfuðborgarsvæðinu (4,9%). Minni aukning var á Norðurlandi eða 2,8%. Samdráttur var í öðrum landshlutum þar sem gistinóttum fækkaði um 13,8% á Austurlandi, 7,1% á Vesturlandi og Vestfjörðum og 5,6% á Suðurnesjum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru tæplega 486.200, eða 80% af gistinóttum hótela, og var það fækkun um 2,9% miðað við fyrra ár. Gistinætur Íslendinga á hótelum voru tæplega 122.600, eða 20% gistinótta, og fjölgaði þeim töluvert frá fyrra ári eða um 29,9%.

Framboð hótelherbergja í ágúst jókst um 3,2% miðað við sama tíma árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka