Þetta eru uppáhaldsstaðir Philipp Lahm í München

Philipp Lahm mælir með sínum uppáhaldsstöðum.
Philipp Lahm mælir með sínum uppáhaldsstöðum. Samsett mynd

Í enda september ár hvert fyllist þýska borgin München af bjórþyrstum ferðalöngum sem mæta á staðinn til að taka þátt í Októberfest. Philipp Lahm, einn þekktasti bakvörður allra tíma og stoltur München-maður deilir uppáhaldsstöðunum í heimaborg sinni á fréttavef BBC.

Lahm mælir fyrst og fremst með að gestir klæði sig upp á í hið hefðbundna „dirndl“ og „lederhosen“ en vonast einnig til að gestir hátíðarinnar fari út fyrir hátíðarsvæðið og skoði hvað borgin hefur upp á að bjóða.

Besta matarupplifunin: Viktualienmarkt

Matarmarkaður í hjarta borgarinnar þar sem hægt er að komast á snoðir um matarmenningu München-búa, með yfir 100 matarbásum sem bjóða upp á staðbundið góðgæti.

Besta útsýnið: Ólympíugarðurinn (Olympiapark)

Í jaðri bæversku alpanna, um sjö kílómetra frá miðbæ München, er að finna algjöra náttúruparadís. Ólympíuleikarnir árið 1972 voru haldnir þarna og er þetta hinn fullkomni staður til að njóta ýmissa athafna ásamt því að fræðast um sögu leikanna. Fyrir ofan garðinn er 60 metra hæð, Olympiaberg, þar sem gefur að líta stórbrotið útsýni yfir umhverfið.

Besta, óvænta útivistarupplifunin í hjarta borgarinnar: the Englischer Garten

Enski garðurinn, sem eru tæpir fjórir ferkílómetrar að stærð, var fyrst opnaður árið 1972. Þar er hægt að prófa ýmislegt eins og að fara á brimbretti á manngerðum öldum.

Besti fjölskylduvæni menningarstaðurinn: Deutsches-safnið

Lahm mælir með ferð á Deutsches-safnið ef fólk er með börn sín meðferðis. Það er stærsta tækni- og vísindasafn heims. Þar er ýmislegt í boði fyrir ungviðið. Fyrir utan að vera skemmtilegt, felur ferð í safnið í sér heilmikinn fróðleik.

Besta knattspyrnu upplifunin: Allianz Arena

Allianz-völlurinn er almennt talinn einn mest áberandi íþróttavöllur heims, hannaður í Bauhaus-stíl og heimavöllur FC Bayern München. En hægt er að segja að München sé þekkt fyrir tvennt: Októberfest og Bayern München.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka