Hildur Yeoman á fremsta bekk í Disneylandi

Ljósmynd/AFP

Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var stödd á sýningu franska tískuhússins Coperni í gærkvöldi sem fór fram í Disneylandi í París. Þar var öllu tjaldað til en sýningin lokaði tískuvikunni með alvöru upplifun fyrir gesti.

Viðburðurinn var stjörnum prýddur. Kylie Jenner gekk óvænt niður tískupallinn klædd svörtum hlýralausum kjól og Lila Moss, dóttir Kate Moss, var einnig fyrirsæta. 

Coperni fæst í verslun Yeoman á laugavegi. Hildur Yeoman deildi upplifun sinni á Instagram með fylgjendum sínum og virtist hafa skemmt sér frábærlega. Gestir virtust svo hafa tekið rússíbana í eftirpartýið eins og eðlilegt er í tívolí.

Hildur virtist hafa skemmt sér vel á sýningunni.
Hildur virtist hafa skemmt sér vel á sýningunni. Ljósmynd/Instagram
Coperni fæst í verslun Yeoman í miðbæ Reykjavíkur.
Coperni fæst í verslun Yeoman í miðbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Instagram
Alvöru upplifun fyrir gesti sem voru með Disney-kastalann beint fyrir …
Alvöru upplifun fyrir gesti sem voru með Disney-kastalann beint fyrir framan sig. Ljósmynd/Instagram
Coperni er franskt tískuhús.
Coperni er franskt tískuhús. Ljósmynd/Instagram
Gestir tóku rússíbana í eftirpartýið.
Gestir tóku rússíbana í eftirpartýið. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka