Reykjavík Edition-hótelið þykir þriðja besta að mati lesenda

Reykjavík Edition-hótelið er fimm stjörnu hótel sem er staðsett við …
Reykjavík Edition-hótelið er fimm stjörnu hótel sem er staðsett við hliðina á Hörpu og við höfnina í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavík Edition-hótelið hefur verið valið þriðja besta hótelið í Evrópu af lesendum Condé Nast Traveler. 

Í ár eru lesendur Condé Nast í 27. skipti að kjósa uppáhaldsáfangastaði, flugvelli, skemmtiferðaskip, hótel o.s.frv. Verðlaunin eru árlegur viðburður Condé Nast og eru atkvæðin fengin frá breskum ferðalöngum.

Reykjavík Edition-hótelið hefur áður fengið viðurkenningar en barinn The ROOF á Reykjavík Edition-hótelinu var valinn besti þakbar heims á bresku vefsíðunni EnjoyTravel í fyrra. 

Með þriðja sætinu skýtur útibú hótelsins í Reykjavík m.a. því í Genf, Berlín, Brussel og Vín, ref fyrir rass.

„Edition er lúxus hótelkeðja og er hugmyndin að hótelin séu staðsett í flottustu borgunum þar sem þau bjóða upp á það besta í þjónustu, mat, drykk og skemmtun. Hótelið í Reykjavík var reist við hlið Hörpu og opnaði síðla í október árið 2021,“ segir í fréttatilkynningu frá hótelinu. 

Reykjavík Edition-hótelið var opnaði 2021.
Reykjavík Edition-hótelið var opnaði 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Listinn í heild sinni:

Skjáskot/ Condé Nast Traveler

Condé Nast Traveler

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert