Þjóðþekktir Íslendingar flykktust til Ítalíu

Ítalía hefur mikið aðdráttarafl.
Ítalía hefur mikið aðdráttarafl. Samsett mynd

Ítalía hefur lengi laðað til sín fólk hvaðanæva að úr heiminum. Fjölmargir Íslendingar heimsækja landið á hverju ári og njóta alls þess besta sem þetta söguríka menningarland hefur upp á að bjóða.

Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa á síðustu mánuðum ferðast til Ítalíu og deilt fallegum myndum frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðlasíðunni Instagram.

Gerður Huld og Jakob Fannar!

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, athafnakona og eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, trúlofaðist sínum heittelskaða, Jakobi Fannari Hansen, á Ítalíu í sumar. Jakob Fannar fór á skeljarnar og bað Gerðar Huldar um borð í báti er parið sigldi um Garda-vatn, stærsta stöðuvatn Ítalíu.

Parið er greinilega hrifið af landinu en það hélt aftur út til Ítalíu um miðjan september og eyddi yndislegum dögum í Mílanó.

Fanney og Teitur!

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, markaðsfull­trúi Bi­oef­fect og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, og Teit­ur Reyn­is­son, viðskipta­fræðing­ur í Lands­bank­an­um, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í ágúst.

Örfáum dögum eftir herlegheitin skelltu hjónin sér í brúðkaupsferð til Ítalíu og eyddu sólríkum dögum við Como-vatn.

Gummi kíró!

Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, naut lífsins til hins ýtrasta á Ítalíu í sumar. Hann heimsótti ítölsku borgirnar Orvieto og Flórens og var án efa best klæddi maðurinn á götum borganna. 

Rúrik Gíslason!

Rúrik Gíslason, tónlistarmaður, leikari og fyrrverandi knattspyrnumaður, ferðaðist til eyjunnar Vulcano á Ítalíu í júní og fagnaði ástinni í brúðkaupi vina sinna. 

Egill og Thelma!

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson fór í foreldrafrí með sambýliskonu sinni, Thelmu Gunnarsdóttur, til Rómar í sumar. Parið heimsótti söguleg kennileiti borgarinnar og bragðaði að sjálfsögðu á ljúffengu rauðvíni. 

Júlí Heiðar og Þórdís Björk!

Leikaraparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir fór ásamt börnum sínum í sannkallaða draumaferð til Ítalíu í júlí og áttu þar góðar stundir.

Svali og fjölskylda!

Athafna- og útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, jafnan kallaður Svali, ferðaðist ásamt fjölskyldu sinni til Ítalíu í sumar og kynnti sér borgir og bæi. Hann er hrifinn af heitu löndunum en hann býr að hluta til á spænsku eyjunni Tenerife og hefur gert í nokkur ár. 

Björn og Ann!

Bæklunarskurðlæknirinn Björn Zoëga gekk að eiga unnustu sína, Ann Zoëga, í sól og blíðu á eyj­unni Monte Isola, sem er staðsett í vatn­inu Isola á Norður-Ítalíu, í byrjun september. Ítalía skartaði sínu fegursta þegar parið var pússað saman að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. 

Ann og Björn Zoëga gengu í hjónaband á eyjunni Monte …
Ann og Björn Zoëga gengu í hjónaband á eyjunni Monte Isola á Ítalíu. Ljósmynd/MM

Berglind Guðmundsdóttir!

Berglind Guðmundsdóttir, matgæðingur, markþjálfi og leiðsögumaður, heimsótti Urbino á Ítalíu í september og endurnærði bæði líkama og sál umvafin fallegri náttúru landsins. Hún elskar Ítalíu og hefur farið í ótal heimsóknir þangað. Ein afdrifaríkasta ferðin var þegar hún giftist sjálfri sér í einni slíkri ferð. 

Vil­hjálmur H. Vilhjálmsson!

Stjörnulögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eyddi dásemdardögum á Ítalíu fyrr á árinu. Hann ferðaðist meðal annars á mótorhjóli frá bænum DaPolignano a Mare til Santa Maria de Leuca og heimsótti einnig knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson sem spilar með Genoa á Ítalíu. Vilhjálmur á íbúð í Napólí og reynir að verja eins miklum tíma í borginni og hann getur og er því á stöðugu flakki á milli Ítalíu og Íslands. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka