Hollywood-stjörnur njóta lífsins í Danmörku

Hjónin virðast afar hrifin af Danmörku.
Hjónin virðast afar hrifin af Danmörku. Skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Alison Brie nýtur lífsins um þessar mundir í Danmörku. Brie er í fríi ásamt eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum Dave Franco.  

Brie, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir túlkun sína á Annie Edison í gamanþáttaseríunni Community, gaf fylgjendum sínum skemmtilega innsýn í ferðalag hjónanna og birti meðal annars mynd af bronsstyttunni af litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn. 

„Upp á síðkastið,” skrifaði Brie við myndaseríuna.

Brie og Franco, sem er yngri bróðir leikarans James Franco, byrjuðu saman árið 2012 og gengu í hjónaband þann 13. mars 2017. 

Danmörk hefur verið vinsæll áfangastaður á meðal Hollywood-stjarna síðustu mánuði.

Í sumar voru leikararnir Bradley Cooper, Matt Damon og Jeremy Strong í Kaupmannahöfn og vörðu meðal annars deginum í kon­ung­lega Tív­olí­inu ásamt börnum sínum. Ástralski leikarinn Liam Hemsworth var einnig í borginni á sama tíma og hitti Hollywood-félaga sína á ein­um vin­sæl­asta veit­ingastað Kaup­manna­hafn­ar, The Alchem­ist.

View this post on Instagram

A post shared by Alison Brie (@alisonbrie)

 

View this post on Instagram

A post shared by Alison Brie (@alisonbrie)



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka