„Það er allt svo smart þar“

Olivia Carole Maiello er fædd og uppalin í Frakklandi en hef búið og starfað hjá Nespresso á Íslandi síðastliðin 7 ár. Hún sér um að þjálfa starfsfólk Nespresso í vörum fyrirtækisins, þjónustu og hvernig upplýsingar um kaffið eru matreiddar ofan í viðskiptavini.

Hún er núna á ferðalagi ásamt eiginmanni sínum um Provence, í Suður-Frakklandi þar sem hún ólst upp.

Hvað er sérstakt við Provence ?

„Fegurð Miðjarðarhafsins, sólin allt árið um kring og þarlend matargerð. Þetta eru rætur mínar.“

Hvert er uppáhalds ferðalagið og af hverju?

„Suður-Frakkland, það er rólyndis og þægilegt lífið sem er svo einkennandi fyrir Frakka.“

Uppáhalds borgin í Evrópu og utan Evrópu ?

„Píran í Slóveníu innan Evrópu og utan er það Múskat í Óman.“

Uppáhaldsstaður á Íslandi ?

„Vestifirðir eins og þeir leggja sig.“

Besta matarupplifunin ?

„Maturinn sem ég fæ í Provence, sem er bestur í heimi.“

Hefurðu lent í hættu á ferðalagi ?

„Nei, hef aldrei lent í neinni hættu en hins vegar hræðslu yfir að fríið sé að klárast.“

Næstu ferðalög ?

„Mig langar mikið að ferðast til Portúgals og Grikklands.“

Bestu ferðalögin ?

„Vancouver í Kanada sem var svo afslappandi, Lúblíjana í Slóveníu sem er eitthvað svo eðlilegt og látlaust og Mílanó á Ítalíu en það er allt svo smart þar.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert