Flestir geta verið sammála því að best sé að klæðast einhverju mjúku og þægilegu í flugi. Simone Biles, fimleikastjarnan í landsliði Bandaríkjanna, hefur sett nýja og spennandi íþróttavörulínu á markað.
Línan heitir Athleta x Simone Biles og samanstendur af tímalausum og þægilegum fatnaði fyrir konur á öllum aldri.
Biles, sem er tiltölulega nýkomin heim frá fjögurra gullverðlauna ferð á Ólympíuleikana í París, deilir með Travel and Leisure hvaða hlutir eru hennar uppáhald á ferðalagi.
Það ætti ekki að koma á óvart að hennar eigin hönnun verði fyrir valinu.
Biles segist helst myndi kjósa Athleta Elation 7/8 Leggings, sem eru ekki einungis æfingabuxur heldur einnig frábærar til hversdagslegra nota. Þriggja laga mittisbandið veitir stuðning og þægind á ferðalagi.
Að ofan velur hún notalegan topp ásamt Athleta Sateen Bomber Jacket, sem er „oversized“ satín bomber jakki, með renndum vösum.
Fyrir þær sem eru sjúkar í eitthvað mjúkt og enn meira kósý er joggingallinn frá línu Biles úr teygjanlegu flísefni, en gallarnir eru um þessar mundir í fallegum hausttónum.
Sjálf ferðast hún ekki öðruvísi en að vera með mittistösku, sem er eflaust ein praktískasta leiðin til að geyma vegabréfið, símann og veskið.
Hver elskar ekki að hafa frjálsar hendur?
Nauðsynlegur hluti af ferðalaginu eru Apple AirPods Pro 2 heyrnatólin, eitthvað sem Biles sést ávallt með á ferðalögum. Þau útiloka umhverfishljóð og gefa enn meira tilefni til slökunar á meðan á fluginu stendur.
Að lokum nefnir Biles varasalvann Summer Fridays Lip Balm, en hún telur nauðsynlegt að halda vörunum rökum og mjúkum hvort sem er í fluginu, yfir daginn eða fyrir svefninn. Varasalvinn er með ljúffengum vanilluilm og er ómissandi í veskið.