Katrín og Brooks ástfangin í Indónesíu

Parið kann svo sannarlega að njóta lífsins.
Parið kann svo sannarlega að njóta lífsins. Samsett mynd

Cross­fit-stjarn­an Katrín Tanja Davíðsdótt­ir og kær­asti henn­ar, Brooks Laich, fyrr­ver­andi at­vinnumaður í ís­hokkí, njóta nú alls þess besta sem Indó­nesía hef­ur upp á að bjóða. Parið, sem er ást­fangið upp fyr­ir haus, hef­ur deilt draum­kennd­um mynd­um frá ferðalagi sínu á In­sta­gram.

Katrín og Brooks fóru í köf­un­ar­ferð og virtu fyr­ir sér lífið neðan­sjáv­ar og heim­sóttu einnig Kó­módó-eyju und­an strönd­um Súmötru og sáu þar kó­módó-dreka sem er stærsta núlif­andi eðla heims.

Parið, sem op­in­beraði sam­band sitt í ág­úst 2021, hef­ur verið dug­legt að fljúga á vit æv­in­týr­anna síðustu ár og hef­ur meðal ann­ars heim­sótt Tor­tóla, Tans­an­íu og Lund­ún­ir.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert