Íslensk ofurkona á olíuborpalli stofnaði ferðafyrirtæki

Árið 2014 urðu mikil tímamót í lífi Önnu Svölu Árnadóttur …
Árið 2014 urðu mikil tímamót í lífi Önnu Svölu Árnadóttur og sonar hennar Tómasar Árna þegar þau fluttu til Noregs. Samsett mynd

Árið 2014 urðu mikil tímamót í lífi Önnu Svölu Árnadóttur og sonar hennar Tómasar Árna þegar þau fluttu til Noregs. Í dag starfar Anna á olíuborpalli í Norðursjónum ásamt því að reka lífstíls- og ferðafyrirtækið NOOR Happening, ásamt vinkonu sinni Vilborgu Víðisdóttur.

„NOOR býður viðskiptavinum upp á það sem heillar okkur sjálfar,“ segir Anna.

Báðar eru þær menntaðir danskennarar, hafa tekið ýmis námskeið á borð við stott pilates og lokið jógakennaranámi.

Anna segir þær einnig hafa víðtæka reynslu af viðburðastjórnun eins og við skipulagningu ferða fyrir vinahópa og vinnustaði.

Það spilaði líka stóran þátt í ákvörðuninni að búa til þessar skemmtilegu ferðir í gegnum NOOR að fjarlægðin á milli okkar vinkvennanna er svo löng og mikil,“ en Vilborg er búsett í París og Anna í Stavanger. 

Anna hefur í nógu að snúast í Stavanger enda ekki …
Anna hefur í nógu að snúast í Stavanger enda ekki vön öðru en að hafa mörg járn í eldinum. Ljósmynd úr einkasafni

Féll fyrir Stavanger

„Ástæðan fyrir að Stavanger varð fyrir valinu var sú að vinir mínir bjuggu hér þegar ég flutti til Noregs svo það var gott að fá leiðsögn og aðstoð við fyrstu skrefin i nýju landi.“

Stavanger er á suðvesturströnd Noregs, í um 7-8 klukkustunda akstursfjarlægð frá Ósló. Anna segir bæinn vera olíubæ Noregs, með um 150.000 íbúa og að þar hafi byrjað svokallað olíuævintýri.

„En þetta er alþjóðlegur og sjarmerandi bær sem býður upp á fallega náttúru og fjölbreytt mannlíf, marga góða veitingastaði og bari.“ 

Stavanger er alþjóðlegur og sjarmerandi bær á suðvesturströnd Noregs.
Stavanger er alþjóðlegur og sjarmerandi bær á suðvesturströnd Noregs. Ljósmynd úr einkasafni

Hverju mælirðu með í Stavanger?

„Ekki ætti að láta Fargegötuna fram hjá sér fara, en það er göngugata með mjög litríkum húsum, ljósum og mannlífi.“

Anna nefnir einnig Gamle Stavanger, gamla bæinn, sem er sérlega skemmtilegt hverfi með fallegri tréhúsabyggð frá því seint á 18 öld. Í hverfinu er m.a. að finna nokkur listagallerí og kaffihús. 

Gamle Stavanger er að sögn Önnu sérlega skemmtilegt hverfi með …
Gamle Stavanger er að sögn Önnu sérlega skemmtilegt hverfi með fallegri tréhúsabyggð. Ljósmynd úr einkasafni

Seid Grill og Coktailbar

Hvar á að borða?

„Uppáhaldsveitingastaðurinn minn heitir Seid Grill og Coktailbar og er sérlega fallegur staður sem er staðsettur á 16. hæð með frábæru útsýni yfir borgina.“

Hvernig er draumadagurinn þinn?

„Draumadagurinn hefst á facetime hittingi við vinkonu mína Vilborgu sem búsett er í París,“ en gott kaffi í fallegum bolla segir Anna vera ómissandi með spjallinu sem linnir ekki fyrr en þær stöllur telji sig hafa leyst lífsgátuna þann daginn. Það getur tekið mislangan tíma en metið er átta klukkustundir og 45 mínútur.

Það er stutt í stórbrotna náttúru frá Stavanger.
Það er stutt í stórbrotna náttúru frá Stavanger. Ljósmynd úr einkasafni

Ferð fyrir hugrakkar konur

„Þá tekur við hreyfing, góður matur, slökun yfir góðu hlaðvarpi og samvera með skemmtilegu fólki svo eitthvað sé nefnt,“ og bætir því við að til að toppa góðan dag fer hún og fær sér ís í íslensku ísbúðinni Moogoo. 

Að lokum segir Anna að aldrei sé að vita nema fyrirtæki hennar NOOR Happening muni bjóða upp á ferðir til Stavanger í framtíðinni, en fyrst sé að huga að næstu ferð fyrirtækisins til Kanaríeyja í lok febrúar á næsta ári.

Sú ferð sé hugsuð fyrir hugrakkar og skemmtilegar konur á öllum aldri.

Hreyfing blæs lífi í hversdagsleikann og eykur orkuna.
Hreyfing blæs lífi í hversdagsleikann og eykur orkuna. Ljósmynd úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert