„Margir íbúanna í hverfinu snobbaðir, með púðluhunda og hneykslunarsvip“

Mynd tekin af Stínu fyrir kynningu á nýjustu plötu hennar …
Mynd tekin af Stínu fyrir kynningu á nýjustu plötu hennar Yours Unfaithfully. Ljósmynd/Anna Maggý

Kristín Birgitta Ágústsdóttir eða öllu heldur Stína Ágústsdóttir er einn af fremstu jazz-tónlistarmönnum Íslands. Hún er búsett í Stokkhólmi og hefur á síðustu árum komið sér fyrir í skandinavísku senunni og víðar. 

Ég á margar uppáhaldsborgir en er afskaplega skotin í Stokkhólmi akkúrat núna. Ég hef búið hér síðan 2011 en var að flytja niður í miðbæ og er virkilega að njóta þess. Svo er Reykjavík alltaf í hjartanu og hinar borgirnar sem ég hef búið í, London og Montreal.“

Aðspurð segir hún Stokkhólm hafa orðið fyrir valinu vegna þess að borgin hentaði fjölskyldunni vel. 

Stína unir sér við í Svíþjóð, hún segir það hafa …
Stína unir sér við í Svíþjóð, hún segir það hafa breyta miklu að vera nær fjölskyldunni á Íslandi en áður bjó hún ásamt eginmanni og börnum í Montreal í Kanada og fannst það of langt í burtu. Ljósmynd/úr einkasafni

Fallegt hverfi en snobbaðir íbúar

Hvað heillaði mest við Stokkhólm?

„Fyrst og fremst nálægðin við fjölskyldu og vini. En svo er ég að hluta til sænsk og hef verið mikið í Svíþjóð frá unga aldri. Ég heillaðist snemma af Stokkhólmi í gegnum bækur Astrid Lindgren og eftir að ég kom þangað sem barn á tónleikaferðalagi með móðurbræðrum mínum sem voru rokkstjörnur í þá daga.“

Stína er búsett á Östermalm sem hún segir vera afar fallegt hverfi með flottum veitingastöðum. En að margir íbúanna í hverfinu séu snobbaðir, með púðluhunda og hneykslunarsvip. 

Í uppáhaldi er Södermalm hverfið því þar búa flestir vinir hennar og mikið af tónlistarfólki. „Það er svona hipster central Stokkhólms.“ 

Stína er tónlistarkona og syng og semur tónlist að atvinnu.
Stína er tónlistarkona og syng og semur tónlist að atvinnu. Ljósmynd/úr einkasafni

Bestu kræklingar í bænum

Áttu þér uppáhalds veitingastað eða bar?

„Ég fór á ótrúlega skemmtilegan stað um daginn sem heitir Ekstedt. Þar er allt eldað án rafmagns og maður leiddur í gegnum eldhúsið og fær að smakka allskonar skemmtilegt. Mjög skemmtileg upplifun en jafnframt í dýrari kantinum,“ segir Stína og bætir við að Glenn Miller Café sé í miklu uppáhaldi.

Glenn Miller er goðsagnakenndur jazz-klúbbur þar sem hún syngur einu sinni í mánuði en staðurinn er einnig með „bestu kræklinga í bænum og besta jazzinn.“

Þegar kemur að því að mæla með einhverju ómissandi nefnir Stína sérstaklega sögulestina á Junibacken.

Stína segist ekki fara mikið út að skemmta sér í …
Stína segist ekki fara mikið út að skemmta sér í Stokkhólmi, aðeins eftir tónleika sem hún heldur og fer hún þá með hljómsveitinni og starfsfólki. Ljósmynd/úr einkasafni

Besti staðurinn og túristagildrurnar

„Junibacken er safn og leiksvæði fyrir börn með áherslu á Astrid Lindgren og eiginlega ekkert æðislegt að skoða ef maður er ekki með lítil börn. En, þar er lest þar sem maður situr út af fyrir sig og keyrir um ævintýralegan heim búinn til úr líkönum af sögusviðum úr bókum Astrid Lindgren. Sú lestarferð endar á Bróðir minn ljónshjarta og ég fer alltaf að skæla í lok hennar.“

Hvernig er draumadagurinn þinn?

„Ætli það verði ekki bara draumur næsta sumar þegar ég get tekið því rólega fyrripartinn, labbað svo á næsta gigg, spilað með uppáhaldstónlistarfólkinu mínu og tekið eftirpartý með fjölskyldunni og öllum á svölunum heima.“

Stína er ekki viss um að til séu sérstakar ferðamannagildrur í Stokkhólmi en að persónulega finnist henni hroðalegt að troðast í mannfjöldanum á Drottninggatan og í Gamla Stan eða gamla miðbænum. 

Ein færasta jazz-söngkona Íslendinga er búsett í Stokkhólmi og hefur …
Ein færasta jazz-söngkona Íslendinga er búsett í Stokkhólmi og hefur smám saman komið sér inn í senuna þar. Ljósmynd/Anna Maggý

Fyrirhugaðir tónleikar

Stína hefur fengið afar góða dóma sem tónlistarmaður og tilnefningar til tónlistarverðlauna.

Platan er innblásin af tilfinningum, hugsunum og gremju söngkonunnar sem hverfist um tilætlunarsemi þjóðfélagsins í garð kvenna, mæðra og eiginkvenna. Að konur þurfi að mátast vel í hin ólíkur hlutverk. Á nýjustu plötu hennar, sólóplötunni Yours unfaithfully, fann Stína farveg fyrir þessar tilfinningarnar.  

Þann 25. október platan út og miðvikudaginn 30. október verður Stína með útgáfutónleika á Bird í Tryggvagötu.

Hægt er að ná í miða á útgáfutónleika hennar hérlendis …
Hægt er að ná í miða á útgáfutónleika hennar hérlendis í gegnum tix.is. Ljósmynd/úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka