Breskur rappari heillaðist af Íslandi

Ajikawo er heilluð af Íslandi.
Ajikawo er heilluð af Íslandi. Skjáskot/Instagram

Rapparinn Simbiatu Abisola Abiola Ajikawo, best þekktur undir listamannsnafninu Little Simz, heimsótti Ísland nýverið og virðist heillaður af landi og þjóð.

Ajikawo, sem hefur gert það gott í bresku rappsenunni síðustu ár, deildi myndum frá ferðalagi sínu á Instagram í gærdag og hafa hátt í 56.000 manns líkað við færsluna. 

Rapparinn birti meðal annars mynd af norðurljósunum, en það er langþráður draumur margra ferðamanna að fá að fylgjast með dansi norðurljósanna þegar myrkrið er sem mest.

„Ísland, ég mæli eindregið með,” skrifaði Ajikawo við myndaseríuna.

View this post on Instagram

A post shared by simz (@littlesimz)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert