Gerður í þrusuformi á Madeira

Gerður er í þrusuformi.
Gerður er í þrusuformi. Ljósmynd/Instagram

Einkaþjálfarinn og frumkvöðullinn Gerður Jónsdóttir hélt upp á sína fyrstu heilsu- og lúxusferð á portúgölsku eyjunni Madeira á dögunum. Þar spókaði hún sig um í bikiníi í þrusuformi á sundlaugarbakkanum á fimm stjörnu hóteli.

Hótelið heitir Savoy Saccharum Resort & Spa og er staðsett við Calheta-ströndina. Portúgalska eyjan hefur verið mjög áberandi undanfarið enda spennandi áfangastaður.

Gerður er íþrótta- og heilsufræðingur að mennt og hefur starfað sem einkaþjálfari um nokkurt skeið. Námskeiðin hennar hafa verið gríðarlega vinsæl og þá sérstaklega fyrir nýbakaðar mæður.

Nokkrir áhrifavaldar voru með í för með Gerði en þar má nefna Andreu Magnúsdóttur fatahönnuð, Huldu Halldóru Tryggvadóttur stílista og Ásu Ninnu Pétursdóttir fjölmiðlakonu.

View this post on Instagram

A post shared by INSHAPE (@gerda_inshape)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka