Stórkostlegt bónorð í Mýrdalsjökli

Það liggur við að íshellirinn hefði getað bráðnað í hita …
Það liggur við að íshellirinn hefði getað bráðnað í hita leiksins. Skjáskot af TikTok

Par frá Mexíkó hafði planað ferð til Íslands, hún algjörlega grunlaus en hann spenntur yfir bónorðinu sem hann ætlaði að bera upp við hana í ferðinni.

Á TikTok er síða sem heitir Icelandelopement í eigu ljósmyndara sem sérhæfir sig í að mynda pör á þessum stóru stundum í lífi þeirra. 

Ljósmyndarinn segir að Ivan frá Mexíkó hafi haft samband við sig í von um aðstoð við að festa herlegheitin á filmu. 

Í samstarfi við Katlatrack fór ljósmyndarinn með parið frá Mexíkó í Kötlu-íshellinn í Mýrdalsjökli, fjórða stærsta jökli landsins. Ferðin í hellinn sem stendur við jaðar gígs eins öflugasta eldfjalls landsins, Kötlu, er ævintýri líkust. 

Við hellismunnann, með stórbrotið útsýni yfir jökulinn, fór Ivan á hnén og bað kærustu sinnar. 

@icelandelopement When Ivan reached out to me, I could tell right away that he was excited. He had a big plan in mind and it involved one of the most beautiful places in the world—Iceland’s ice caves. Ivan and his girlfriend had already booked their trip to Iceland, coming all the way from Mexico to explore the country’s dramatic landscapes. But there was a secret only Ivan and his sister knew: he was going to propose. It was time to team up with Katlatrack , the top tour operator specializing in ice cave tours around Katla ice caves in Iceland. How epic is this place to ask your partner to marry you? 🥰 #supriseproposal #shesaidyes #engagement #iceland #icelandphotographer #proposalideas #icelandtiktok ♬ Explore the World - Brainheart & Sis



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka