Vissirðu þetta um Mexíkó?

Mexíkó á sér ýmisleg leyndarmál sem eflaust margir hafa ekki …
Mexíkó á sér ýmisleg leyndarmál sem eflaust margir hafa ekki hugmynd um. Samsett mynd/Cesira Alvarado/Sabor na Mesa

Mexíkó er einn vinsælasti ferðamannastaður í heiminum vegna menningar, sögu og matar. Flestir sem heimsækja landið láta fara vel um sig á áfangastað með öllu inniföldu. Nokkuð er um staðreyndir sem eflaust ekki margir hafa heyrt um sem taldar eru upp á vefsíðu The Planet D.

Hér eru ellefu þeirra.

1. Mexíkó heitir ekki Mexíkó

Nafn landsins er í raun ekki Mexíkó heldur United Mexican States, því landinu er skipt í fylki líkt og Bandaríkin. Fylkin eru alls 31 og hefur hvert og eitt þeirra sín lög og sínar reglur.

Einn af sögulegum stöðum í Mexíkó er Guanajuato í Mexíkó.
Einn af sögulegum stöðum í Mexíkó er Guanajuato í Mexíkó. Irene/Pinterest

2. Heimsminjaskrá UNESCO

Alls 34 staðir í Mexíkó eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þá er mexíkanskur matur viðurkenndur sem óefnislegur heimsmenningararfur UNESCO, sem leggur áherslu á menningarlegt mikilvægi hans. 

3. Minnsta eldfjallið

Mexíkó er heimili minnsta eldfjalls heimsins. Rétt fyrir utan Puebla er að finna minnsta eldfjall í heimi, Cuexocomate-eldfjallið. Það er einungis 13 metrar á hæð.

the Great Pyramid of Cholula.
the Great Pyramid of Cholula. Monuments.ws/Pinterest

4. Stærsti pýramídinn

Mexíkó hefur minnsta eldfjallið en stærstu pýramídana. Stærsti pýramídinn (the Great Pyramid of Cholula) eða minnisvarði í heimi var reistur í Mexíkó. 

5. Bandarískir innflytjendur

Stærsti innflytjendahópurinn kemur frá Bandaríkjunum. Stærstur hluti íbúa af erlendum uppruna í Mexíkó kemur frá Bandaríkjunum. Í raun eru fleiri Bandaríkjamenn sem flytja til Mexíkó en öfugt. 

Spurning hvort betra sé að búa í Mexíkó eða í …
Spurning hvort betra sé að búa í Mexíkó eða í Bandaríkjunum? Nitish Meena/Unsplash

6. Mexíkóborg er að sökkva

Á hverju ári sekkur höfuðborg Mexíkó um 17 sentímetra, en borgin er byggð yfir rústum borgarinnar á stöðuvatninu, Tenochtitlán.

Alls 9,2 milljónir manna búa í Mexíkóborg.
Alls 9,2 milljónir manna búa í Mexíkóborg. Anton Lukin/Unsplash

7. Fimmti maí ekki hátíðlegur

Cinco de Mayo er ekki haldinn hátíðlegur í Mexíkó. Dagurinn hefur löngum verið talinn lýðveldisafmæli landsins en sá dagur er í raun 16. september. Þann dag fagna Mexíkóbúar sjálfstæði landsins. Þann 5. maí ár hvert (Cinco de Mayo) er minnst orrustunnar við Puebla sem átti sér stað árið 1862 en íbúar Puebla halda þennan dag hátíðlegan.

8. Litasjónvarpið

Mexíkóskur uppfinningamaður átti þátt í litasjónvarpinu. Guillermo González Camarena fæddist 17. febrúar 1917 í Guadalajara í Mexíkó. Árið 1934 sótti hann fyrst um einkaleyfi fyrir sjónvarpinu. Stærsta afrek hans varð svo árið 1940 þegar hann þróaði kerfi fyrir litasjónvarp og fékk einkaleyfi fyrir því í Mexíkó og Bandaríkjunum.

9. Elsti háskólinn í Norður-Ameríku

Eflaust kemur Harvard-háskóli efst upp í hugann þegar hugsað er um elstu háskólana í Norður-Ameríku. Hins vegar er elsti háskólinn National Autonomous University of Mexico (UNAM), sem staðsettur er í Mexíkóborg. Háskólinn var stofnaður árið 1551, 85 árum áður en Harvard varð til.

Elsti háskóli í Norður-Ameríku er staðsettur í Mexíkóborg.
Elsti háskóli í Norður-Ameríku er staðsettur í Mexíkóborg. www.MikeMcLaughlinPhoto.com/Pinterest

10. Skrýtin matarmenning

Margur matgæðingurinn ferðast til Mexíkó fyrir ekta mexíkóska matargerð. Þeir allra hugrökkustu geta rölt um matarmarkaði og gætt sér á engisprettum, sporðdrekum og köngulóm. En pöddurnar eru víst próteinríkar og voru fitulaus skordýr það sem kom Aztekum í gegnum daginn. 

Pöddur og sporðdrekar eru vinsælt gotterí.
Pöddur og sporðdrekar eru vinsælt gotterí. Sunset/Pinterest

11. Mexíkanski fáninn

Fáninn er eitt af þjóðartáknum Mexíkó. Litir fánans frá vinstri til hægri eru grænn, hvítur og rauður. Fáninn var fyrst tekinn upp 24. febrúar 1821. Á miðjum fánanum er skjaldarmerki landsins, örn sem situr á kaktus með snák í gogginum. Merkið er táknrænt fyrir goðsögnina um hvernig Tenochtitlán, höfuðborg Azteka, varð til (sem er í dag Mexíkóborg).

Mexíkanski fáninn.
Mexíkanski fáninn. Alexander Schimmeck/Unsplash

The Planet D

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert