Mæðgur í stíl á Bahamaeyjum

Austin er ófeimin við að stilla sér upp.
Austin er ófeimin við að stilla sér upp. Skjáskot/Instagram

Glamúrfyrirsætan Coco Austin er stödd á Bahamaeyjum ásamt eiginmanni sínum, rapparanum Ice-T, og átta ára gamalli dóttur þeirra hjóna, Chanel Nicole.

Mæðgurnar, Coco og Chanel, hafa löngum vakið athygli netverja fyrir klæðaburð sinn, en Austin hefur klætt dóttur sína í sams konar fatnað og hún sjálf allt frá því að Chanel var kornabarn og deilt ótal myndum af þeim á samfélagsmiðlasíðum sínum. 

Austin hefur birt fjölda mynda frá fríi fjölskyldunnar á Bahamaeyjum og frumsýndi meðal annars nýjasta bikinísett þeirra mæðgna á laugardag. 

„Smá rigning á Bahamaeyjum stöðvaði okkur Chanel ekki í að fara út í sundlaug. Við sköpum okkar eigin orku, rigning eða sól, við fengum að rokka tvíburabaðfötunum okkar,“ skrifaði Austin við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by Coco (@coco)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka