Louis Vuitton opnar kaffihús á Heathrow-flugvelli

Alvöru lúxus á Heathrow-flugvelli.
Alvöru lúxus á Heathrow-flugvelli. Ljósmynd/Louis Vuitton

Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur opnað kaffihús á Heathrow-flugvelli í Lundúnum. Þar geta ferðalangar gætt sér á dýrindis kaffi í sérmerktum götumálum, ekta frönsku croissant eða heitum réttum. Kaffihúsið heitir Le Cafe Cyril Lignac og er staðsett á flugstöð (e. terminal) tvö.

Þar fá bjartir litir að njóta sín, hangandi fuglaskúlptúrar og heillandi listaverk. Fólk á að gleyma því að það sé statt á flugvelli við það að ganga inn. 

Á kaffihúsinu er hægt að fá sér góða og glæsilega rétti í takt við tískuhúsið og í kjölfarið skoða verslunina sjálfa. Þá mætti drekka í sig kjark áður en verðmiðar inn í versluninni eru skoðaðir. Kaffihúsið var hannað af hinum virta arkitekt Marc Fornes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka