Bústaðir á Íslandi fyrir hina fullkomnu helgarferð

Hver þarf ekki á smá vetrarfríi að halda?
Hver þarf ekki á smá vetrarfríi að halda? Ljósmynd/

Á veturna er dásamlegt að geta farið aðeins út fyrir bæjarmörkin og núllstillt sig í sveitinni með fjölskyldu eða vinum. Þar má til dæmis njóta útiverunnar í náttúrunni, elda góðan mat, búa til heitt súkkulaði í kuldanum, lesa og spila.

Á heimasíðunni AirBnB er mikið úrval af hlýlegri gistingu um land allt. Sum þeirra eru með heitum potti sem er fullkomin viðbót við ekta vetrarstemningu.

Gisting fyrir fjóra í Ölfusi 

Þetta er hlýlegur bústaður fullkominn fyrir par eða litla fjölskyldu í aðeins þrjátíu mínútna fjarlægð úr Reykjavík. Þarna er heitur pottur, hvað þarf meira?

Sveitaeldhús í Ölfusi.
Sveitaeldhús í Ölfusi. Ljósmynd/AirBnb

Draumkenndur staður við Seljalandsfoss

Þó að þessi bústaður sé líklega meira ætlaður túristum þá er alveg hægt að njóta fegurðarinnar í kring. Þessi bústaður er ótrúlega fallegur, hlýlegur og útsýni sem er draumi líkast. Fjórir geta gist.

Hlýleg húsgögn í þessum bústað við Seljalandsfoss.
Hlýleg húsgögn í þessum bústað við Seljalandsfoss. Ljósmynd/AirBnb

Rómantísk stund fyrir tvo

Gisting nálægt Selfossi fyrir tvo. Þetta er í raun eins og lítið herbergi í óbyggðum með heitum potti. Tilvalið fyrir rómantíska paraferð. Ímyndaðu þér að horfa á norðurljósin á meðan þú situr í heitapottinum.

Húsið fellur inn í landslagið.
Húsið fellur inn í landslagið. Ljósmynd/AirBnb

Hlýlegur bústaður fyrir fjóra

Þessi er tilvalinn fyrir vísitölufjölskyldur og er staðsettur rétt hjá Bifröst. Náttúran er falleg allt um kring en svo má líka hægja á lífinu og elda góðan mat í lok dags.

Hlýlegur bústaður í Borgarnesi.
Hlýlegur bústaður í Borgarnesi. Ljósmynd/AirBnB

Lúxus í Hvammsvík

Þeir sem vilja upplifa alvöru lúxus geta kíkt á þessa gistingu í Hvammsvík. Húsið tekur fjóra í gistingu og er með litlu einkabaðlóni.

Hvammsvík er fyrir þá sem vilja upplifa alvöru lúxus.
Hvammsvík er fyrir þá sem vilja upplifa alvöru lúxus. Ljósmynd/AirBnb

Vetrarparadís á Norðurlandi

Svartaborg er staðsett rétt hjá Húsavík og er hið fullkomna hús fyrir vetrarfrí. Þar geturðu slakað á, líklega í snjónum og drukkið feykinóg af heitu súkkulaði. Þarna er eitt svefnherbergi en svefnpláss fyrir tvo aðra í stofunni.

Vetrarparadísin Svartaborg.
Vetrarparadísin Svartaborg. Ljósmynd/AirBnb

Fyrir stærri fjölskyldur

Þetta hús er fyrir stærri fjölskyldur og vinahópa sem vilja gera sér glaðan dag, eða helgi. Hlýlegur bústaður í Húsafelli með heitum potti og gufubaði.

Þessi bústaður rúmar stærri fjölskyldur eða vinahópa en þarna eru …
Þessi bústaður rúmar stærri fjölskyldur eða vinahópa en þarna eru fimm svefnherbergi. Ljósmynd/Airbnb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka