Faldir gimsteinar á Spáni

Það er spurning hvort sé meira virði að fara með …
Það er spurning hvort sé meira virði að fara með straumnum eða breyta út af og finna staði sem eru faldir gimsteinar. Konstantin Chemeris/Unsplash

Spánn er einn helsti áfangastaður Evrópu en þar hafa innlendir mótmælt stöðugum ferðamannastraumi á stöðum eins og í Barcelona og á Málaga.

Ferðasérfræðingar Dailymail gefa ráðleggingar um falda gimsteina Spánar og þar með talda staði sem Spánverjar sækja í fríum sínum.

Avila - Castile og Leon héraðið.
Avila - Castile og Leon héraðið. Wei Hunag/Unsplash

Avila - Castile og Leon héraðið

Avila er borg staðsett á miðju Spáni og staður sem er ómissandi fyrir söguáhugamenn. Miðaldaborgin er umkringd nokkrum best varðveittu borgarmúrum Spánar, allt aftur til 11. aldar. Í borginni má finna fallegar rómanskar kirkjur og gæða sér á staðbundinni matargerð. Borgin er staðsett uppi á hæð með fallegt útsýni yfir víðátturnar í kring.

Chiclana de la Frontera í Andalúsíu.
Chiclana de la Frontera í Andalúsíu. inma santiago/Unsplash

Chiclana de la Frontera - Andalúsía

Þessi bær í Andalúsíu er tilvalinn fyrir ferðalanga sem sækja í afslappað andrúmsloft. Ströndin La Barossa er þekkt fyrir að vera kyrrlát með óspilltum og hreinum, hvítum sandi. Algjör griðastaður fyrir sólarunnendur.

A Coruna - Galicía.
A Coruna - Galicía. Bün Yamin/Unsplash

A Coruna - Galicía

A Coruna er hafnarborg á Norður-Spáni. Gamli bærinn er þekktur fyrir miðaldabyggingar og hlykkjóttar götur, en aftur nýrri hlutinn er kallaður „glerborgin“ vegna bygginga sem margar hverjar státa af háum glersvölum hannaðar til varnar sjávarvindum.

Huelva, Andalúsía
Huelva, Andalúsía Stamatina Kiriazou/Unsplash

Huelva, Andalúsía

Borgin er kjörin fyrir þá sem sækjast í ró og næði. Hún er staðsett í nálægð við falleg náttúruverndarsvæði og Atlantshafsströndina sem ferðalangar fara svo oft á mis við. Á Mercado del Carmen er hægt að gæða sér á fersku sjávarfangi og einnig er mælt með að ná sólsetrinu við ána Muelle del Tinto. 

Cullera í Valencía.
Cullera í Valencía. Konstantin Chemeris/Unsplash

Cullera, Valencía

Í Cullera er hægt að skoða gamla bæinn þar sem er að finna hinn fallega 10. aldar Cullera-kastala. Þá er San Antonio-ströndin þekkt fyrir framúrskarandi gæði og tilvalin fyrir sólböð, sund og vatnaíþróttir.

Dailymail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka