Lanikaí-ströndin á Havaí sú besta í Bandaríkjunum

Þegar horft er út um gluggann í skammdeginu er eflaust …
Þegar horft er út um gluggann í skammdeginu er eflaust betra að horfa á myndir af Lanikaí-ströndinni í tölvunni. john ko/Unsplash

Það þarf enga afsökun til að skreppa til Havaí, enda hugmyndin alltaf góð. Lanikaí-ströndin á Havaí hefur verið kosin sú fjórtánda besta í heimi og er á toppnum yfir bestu strandir í Bandaríkjunum.

Á hverju ári eru valdar fimmtíu bestu strandlengjur í heimi. Kosningaferlið hefst á því að fá álit þúsunda reyndustu ferðasérfræðinga heims og þeir beðnir um að kjósa um bestu ströndina að þeirra mati. 

Í fyrstu umferð eru ekki gefin nein ákveðin viðmið til að fara eftir en þess í stað eru þeir beðnir um að rökstyðja val sitt.

Það þarf enga afsökun til að skreppa til Hawaí, enda …
Það þarf enga afsökun til að skreppa til Hawaí, enda hugmyndin alltaf góð. Unsplash

Grænblár sjór og duftenndur sandur

Lokalistinn yfir bestu strandirnar er ekki eingöngu byggður á greiddum atkvæðum. Teymi á vegum Travel and Leisure fer yfir innsend atkvæði og rökræðir hvert val áður en raðað er á lokalistann. Strendurnar eru metnar út frá sérstöðu, dýralífi, aðgengi að sjónum, hve margir heimsækja ströndina o.s.frv. 

Lanikaí-ströndin er þekkt fyrir grænbláan sjóinn og duftkenndan sand, en það sem stendur upp úr er útsýnið yfir Mokulua-eyjar, segir dómnefndin. Gestir njóta þess að sitja og slaka á undir pálmatrjánum við ströndina og horfa út yfir sjóndeildarhringinn.

Síðast en ekki síst er ströndin fullkomin til að njóta sólarupprásarinnar.

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert