4 góð ráð fyrir göngugarpa

Gangan er betri ef maður setur sér markmið.
Gangan er betri ef maður setur sér markmið. Unsplash.com

Sarah Baxter er mikill göngugarpur og segir, í pistli sínum í The Times, frá öllu því sem hún hefur lært á ferðalögum sínum sem einkennast af miklum og löngum göngum.

„Ég hef farið í margar fjallgöngur, bæði ein og í hópum. Stundum hef ég borið allt með mér og stundum hef ég leigt farangursþjónustu. Ég hef farið í styttri göngur og lengri. Í miklum hita eða í úrhellisrigningu. Ég hef ekki séð eftir neinu og þetta er það sem ég hef lært:

1. Það borgar sig að fjárfesta í græjum

„Ganga er í eðli sínu ókeypis en það er gott að fjárfesta í sumum hlutum. Það skal alltaf leggja áherslu á fótabúnað. Maður þarf góða gönguskó sem þú ert búin að ganga til og henta svæðinu. Svo þarf maður góða sokka sem passa vel á mann. Loks þarf maður vatnsheldan jakka og góðan bakpoka. Göngustafir eru líka ómissandi því þeir hlífa hnjánum og koma í veg fyrir föll.“

2. Leyfðu einhverjum öðrum að skipuleggja ferðalagið

„Það er minna streituvaldandi að leyfa einhverjum öðrum að reikna út leiðirnar og finna t.d. bestu áningastaðina. Það er hægt að hafa samband við ferðaþjónustur eða leiðsögumenn sem taka að sér skipulagningu og lóðsa hópum um svæðin.“

3. Ekki halda á töskunni

„Það er ákveðin þrjóska að ætla að halda á öllu sínu sjálfur. Það eru til fyrirtæki sem flytja töskur á milli staða þannig að þú getur gengið um frjálslega.“

4. Mikilvægt að hafa markmið

„Maður fær meira út úr fríinu ef maður hefur einhver ákveðin markmið eins og til dæmis að klífa ákveðið fjall eða að ganga Jakobsveginn. Þetta er þín ganga, þú velur.“

View this post on Instagram

A post shared by Sarah Baxter (@sarahbtravel)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka