1,3 milljónir fylgjast með ferðum Ásu Steinars

Skjáskot/Instagram

Ferðaljós­mynd­ar­inn Ása Stein­ars er held­ur bet­ur til­bú­in í vet­ur­inn og bíður hans með til­hlökk­un. Hún er dug­leg að ferðast með fjöl­skyld­unni um landið og deildi nýj­ustu augna­blik­un­um með 1,3 millj­ón­um fylgj­enda sinna á In­sta­gram.

Nokkuð ör­uggt væri að segja að Ása sé einn þeirra áhrifa­valda sem hef­ur hvað mest­an fjölda fylgj­enda á In­sta­gram. Til að nefna dæmi þá er Rúrik Gísla­son, sem er vin­sæll á alþjóðavísu, með 795.000 fylgj­end­ur.

Í færsl­unni seg­ir Ása: „Bar­átt­an milli hausts og vetr­ar: Hér er blanda af augna­blik­um úr nýj­ustu ferðum okk­ar. Á þess­um árs­tíma hvíl­ir ró yfir Íslandi, hvernig árstíðirn­ar haust og vet­ur skar­ast, hvor um sig reyna að taka völd­in. Að end­ingu sigr­ar vet­ur­inn og ég er til­bú­in fyr­ir hann.“

Í ferðunum seg­ir Ása þau hafa gist í sendi­ferðabíl fjöl­skyld­unn­ar, sem er sér­út­bú­inn til ferðalaga, og að það hafi komið skemmti­lega á óvart hve gott sé að dvelja í sendi­ferðabíl þegar svo langt er liðið á haustið.

Ása við sendiferðabílinn.
Ása við sendi­ferðabíl­inn. Skjá­skot/​In­sta­gram
Norðurljósaveisla.
Norður­ljósa­veisla. Skjá­skot/​In­sta­gram
Ása ásamt syni sínum.
Ása ásamt syni sín­um. Skjá­skot/​In­sta­gram
Alltaf hægt að skella í eina sjálfu.
Alltaf hægt að skella í eina sjálfu. Skjá­skot/​In­sta­gram

In­sta­gram-síða Ásu Stein­ars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert