1,3 milljónir fylgjast með ferðum Ásu Steinars

Skjáskot/Instagram

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars er heldur betur tilbúin í veturinn og bíður hans með tilhlökkun. Hún er dugleg að ferðast með fjölskyldunni um landið og deildi nýjustu augnablikunum með 1,3 milljónum fylgjenda sinna á Instagram.

Nokkuð öruggt væri að segja að Ása sé einn þeirra áhrifavalda sem hefur hvað mestan fjölda fylgjenda á Instagram. Til að nefna dæmi þá er Rúrik Gíslason, sem er vinsæll á alþjóðavísu, með 795.000 fylgjendur.

Í færslunni segir Ása: „Baráttan milli hausts og vetrar: Hér er blanda af augnablikum úr nýjustu ferðum okkar. Á þessum árstíma hvílir ró yfir Íslandi, hvernig árstíðirnar haust og vetur skarast, hvor um sig reyna að taka völdin. Að endingu sigrar veturinn og ég er tilbúin fyrir hann.“

Í ferðunum segir Ása þau hafa gist í sendiferðabíl fjölskyldunnar, sem er sérútbúinn til ferðalaga, og að það hafi komið skemmtilega á óvart hve gott sé að dvelja í sendiferðabíl þegar svo langt er liðið á haustið.

Ása við sendiferðabílinn.
Ása við sendiferðabílinn. Skjáskot/Instagram
Norðurljósaveisla.
Norðurljósaveisla. Skjáskot/Instagram
Ása ásamt syni sínum.
Ása ásamt syni sínum. Skjáskot/Instagram
Alltaf hægt að skella í eina sjálfu.
Alltaf hægt að skella í eina sjálfu. Skjáskot/Instagram

Instagram-síða Ásu Steinars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert