Margir upplifa svokallaða flugveiki í flugferðum. Margir upplifa það að fá þaninn maga og þeim líður illa. Það er ekki alvarlegt ástand en getur gert ferðalagið verra.
Meltingafæralæknirinn Lisa Ganjhu segir í viðtali við The Sun að ástæðuna megi rekja til þess sem við innbyrðum um borð.
„Áfengi, gosdrykkir, fituríkur matur - allt eru þetta hlutir sem hægja á meltingunni og í raun festast í meltingarveginum sérstaklega þegar maður er pikkfastur í þröngu flugvélarsæti í langan tíma. Slíkt sé ekki gott fyrir meltinguna. Það verður til loftmyndun og hún situr sem fastast því maður getur sig varla hreyft. Þannig magnast vanlíðunin.“
Sérfræðingar mæla með að forðast feitan, steiktan mat og sykraða gosdrykki og áfengi. Bæði fyrir flug og eftir.
„Ef manni er flökurt þá á maður að forðast að horfa á skjái, reyna að sofna. Ef maður getur ekki sofnað þá er gott að hlusta á eitthvað og loka augunum.