„Eitt erfiðasta ár lífs míns“

Vilhjálmur prins er að kynna Earthshot verðlaunin á ferðalagi til …
Vilhjálmur prins er að kynna Earthshot verðlaunin á ferðalagi til Suður Afríku. AFP

Vilhjálmur prins segist hafa átt eitt erfiðasta ár lífs síns. Þetta sagði hann undir lok ferðar til Suður Afríku en eiginkona hans og faðir eru að glíma við krabbamein.

Vilhjálmur segir að síðustu mánuðir hafi verið hræðilegir en á sama tíma segist hann vera stoltur af Katrínu og Karli fyrir að bera sig vel og sýna mikið hugrekki.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefur þetta verið skelfilegt,“ sagði prinsinn með lágri röddu. „Þetta hefur líklega verið eitt erfiðasta ár lífs míns. Að reyna að komast í gegnum þetta og halda öllum boltum á lofti á sama tíma hefur verið mjög erfitt. En ég er svo stoltur af eiginkonu minni og ég er stoltur af föður mínum fyrir að kljást við þessa hluti. En persónulega hefur þetta verið brútal fyrir fjölskylduna.“

Aðspurður sagði prinsinn að Katrínu liði vel. Fjölmargir hafa haft á orði að hann liti afslappaðri út en oft áður. „Það er áhugavert að þið nefnið það því ég hef aldrei verið minna afslappaður í ár. Þannig að það er mjög áhugavert að það sé eitthvað sem þið skynjið í fari mínu.“ 

Vilhjálmur prins hefur verið á ferðalagi um Suður Afríku í sambandi við Earthshot verðlaun sem veitt eru fyrir umhverfisvernd og hann setti á fót. 

Prinsinn talar við forseta Amazon Sacred Headwaters Alliance, Uyunkar Domingo …
Prinsinn talar við forseta Amazon Sacred Headwaters Alliance, Uyunkar Domingo Peas Nampichkai, á ferðalagi sínu til Suður Afríku í sambandi við Earthshot verðlaunin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert