Ótrúlegir hlutir sem skildir eru eftir á hótelherbergjum

Fólk gleymir ótrúlegustu hlutum á hótelherbergjum.
Fólk gleymir ótrúlegustu hlutum á hótelherbergjum. Samsett mynd/Pinterest

Kannast einhver við að skríða á fjórum fótum á hótelherberginu við brottför og kíkja undir rúmið til að ganga úr skugga um að ekkert sé að gleymast?

Hafi gesturinn boðið sjálfan sig sérstaklega velkominn þarf sá hinn sami auðvitað að skoða alla króka og kima, í skúffum og skápum, inni á baðherbergjum og undir rúmi.

Hotels.com gaf út árlega skýrslu í september þar sem m.a. kemur fram yfirlit yfir það trylltasta sem gestir hótela hafa skilið eftir, eða gleymt, á hótelherberginu.

Samkvæmt skýrslunni er óhreint tau það algengasta sem – kannski viljandi – er skilið eftir. Annað sem mjög algengt er að gleymist eru hleðslutæki og förðunar- og snyrtivörur.

Ef einhver gleymdi dekki á hótelherbergi væri eflaust ánægjulegt fyrir …
Ef einhver gleymdi dekki á hótelherbergi væri eflaust ánægjulegt fyrir hótelstarfsmanninn ef þessi gæi fylgdi með, er það ekki annars? Andriyko Podilnyk/Unsplash

Hins vegar eru dýrustu hlutirnir sem skildir hafa verið eftir; Rolex-úr, Birkin-taska og annað sex milljón dollara úr. Ung gælueðla var skilin eftir á einu hótelherberginu, starfsfólki eflaust ekki til mikillar gleði. Henni var að lokum komið til rétts eiganda.

Gips og gervitennur hafa gleymst, sem og bíldekk, blandari og byggingarör, vegna þess að... Af hverju ekki?

Skýrslan gefur sannarlega til kynna að gestir hótela eigi að vera duglegir að þakka starfsmönnum og gefa ríkulegt þjórfé, því þeir eiga það svo sannarlega skilið.

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka