Uppáhaldsveitingastaðir Taylor Swift í New York

Taylor Swift er ein frægasta söngkona heims í dag.
Taylor Swift er ein frægasta söngkona heims í dag. AFP/David Eulitt

Taylor Swift býr við þann veruleika að vera hundelt af ljósmyndurum hvert sem hún fer. Undanfarna mánuði hefur hún verið mynduð fyrir utan nokkra vinsæla veitingastaði í New York en svo virðist sem hún sæki á sömu staðina aftur og aftur. Hún er þá mannleg eftir allt saman.

Chez Margaux er nýr staður aðeins fyrir meðlimi sem er bæði veitingastaður og næturklúbbur. Staðurinn opnaði snemma í nóvember og hafa stjörnur eins og Swift, Zoë Kravitz og Leonardo DiCaprio heimsótt staðinn.

Chez Margaux.
Chez Margaux. Ljósmynd/Instagram

Swift borðaði kvöldverð á The Corner Store í Soho ásamt ofurfyrirsætunni Gigi Hadid á dögunum. Þar er hægt að fá rétti eins og Wagyu-nautakjöt, pítsarúllur, humar og franskar. Martíni-vagninn þykir þó einna skemmtilegastur sem býður upp á áhugaverða kokteila.

Á The Corner Shop er góður matur og enn betri …
Á The Corner Shop er góður matur og enn betri kokteilar. Ljósmynd/Instagram

Lucali er frægur pítsastaður sem Swift og kærasti hennar Travis Kelce hafa sést nokkrum sinnum á. Síðan staðurinn opnaði árið 2006 hafa stjörnur eins og Jay-Z, Beyoncé og Selena Gomez heimsótt staðinn ótt og títt. Pítsastaðurinn er lítill og býður aðeins upp á þrjátíu sæti.

Stjörnurnar elska pítsurnar á Lucali.
Stjörnurnar elska pítsurnar á Lucali. Ljósmynd/Instagram

Via Carota er annar veitingastaður sem Swift heimsækir og síðast ásamt vinkonu sinni Sophie Turner. Staðurinn er í West Village-hverfinu og sækir innblástur til ítalskrar matargerðar. Fyrir utan söngkonuna eru stjörnur erins og Maggie Gyllenhaal, Jennifer Lawrence og Andy Cohen miklir aðdáendur staðarins.

Via Carota er undir ítölskum áhrifum.
Via Carota er undir ítölskum áhrifum. Ljósmynd/Instagram

Gríski veitingastaðurinn Paros býður upp á ferska sjávarétti, humarpasta, sverðfiskskebab og sjávarrétta-risotto. Swift hefur sést með vini sínum Jack Antonoff á þessum stað.

Gríski staðurinn Pyros.
Gríski staðurinn Pyros. Ljósmynd/Instagram

Vínbarinn Parcelle er hlýlegur og heillandi en þangað fóru vinkonurnar Swift og Selena Gomez á dögunum. Staðurinn er þekktur fyrir náttúruleg og sjaldgæf vín. Þegar þú hefur pantað flösku þá stingur þjónninn upp á matnum sem passar sem best við vínið. 

Á Parcelle færðu sjaldgæf náttúruvín.
Á Parcelle færðu sjaldgæf náttúruvín. Ljósmynd/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert