Lissabon í Portúgal valin besta borgin

Besta borgarferðin er í Lissabon samkvæmt Travel and Leisure.
Besta borgarferðin er í Lissabon samkvæmt Travel and Leisure. Pinterest

Líkt og fram kemur á ferðavefnum Travel and Leisure hefur höfuðborg Portúgals, Lissabon, hlotið vandræðalegan fjölda viðurkenninga.

Borgin hefur ítrekað lent á lista yfir bestu staði í heimi til að verja efri árunum. Nýlega hlaut borgin World Culinary Awards, sem ein besta matarborg Evrópu. Nú hefur hún verið valin besti áfangastaður borgarferða af 25. útgáfu Star Awards.

Framkvæmdastjóri ferðamálasamtaka Lissabon, Paula Oliveira, segir borgina eiga hrósið skilið. Lissabon er lýst sem stað þar sem fortíð og nútíð mætast í fullkomnu samræmi. 

Húsþök bygginga í helgimynda-rauðum lit.
Húsþök bygginga í helgimynda-rauðum lit. Pinterest
Ýmislegt er hægt að upplifa bæði í menningu og mat.
Ýmislegt er hægt að upplifa bæði í menningu og mat. Pinterest

Staðirnir og fólkið

Þá er talið upp hvað á að gera sér til skemmtunar í borginni en mælt er með að byrja á að þræða Alfama-hverfið, fram hjá pastellituðum heimilum borgarbúa og smeygja sér inn í aldagamlar kirkjur og taberna.

Ekki má sleppa því að næla sér í portúgalskt kaffi (bica) og kjötloku (bifana) á leiðinni, áður en farið er upp í São Jorge-kastalann til að njóta útsýnisins yfir borgina og alla leið að Tagus-ánni.

Verslanaleiðangur í Chiado og Avenida Liberdade er ómissandi og eins ferð til Belém til að skoða Jerónimos-klaustrið og Belém-turninn. 

Kaffihúsin og bakaríin eru ómissandi hluti af borgarferð til Lissabon.
Kaffihúsin og bakaríin eru ómissandi hluti af borgarferð til Lissabon. Pinterest

Þá er minnst á söfnin National Tile Museum og MAAT. 

Mikilvægt er að dýfa sér af fullum krafti í matarupplifunina og njóta morgunverðar á kaffihúsum á borð við Dramatico og Hello Kristof.

Síðdegis er hægt að fara á Time Out-markaðinn og síðan er mælt með kvöldverði á margverðlaunuðum stöðum eins og Sala by João Sá og Belcanto.

Í hringiðu menningar og matar er einnig minnst á Portúgalana sjálfa sem eru sagðir bæði hjálpsamir og góðir.

Byggingarstíllinn er draumi líkastur.
Byggingarstíllinn er draumi líkastur. Pinterest

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert