Rebekka og Paul kynntust á dónasíðu

Leikkonan Rebekka Magnúsdóttir kynntist manninum sínum, Paul Jones, í Lundúnum …
Leikkonan Rebekka Magnúsdóttir kynntist manninum sínum, Paul Jones, í Lundúnum árið 2014. Ljósmynd/Aðsend

Leikkonan Rebekka Magnúsdóttir verður sífellt vinsælli á TikTok. Hin 34 ára gamla leikkona stundaði nám við The Kogan Academy of Dramatic Arts í Lundúnum, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2017 með BA-gráðu í leiklist og diplómu í leikstjórn.

Á þeim þremur árum sem Rebekka var búsett í Lundúnum tók hún að sér ýmis verkefni á borð við stuttmyndir, auglýsingar, leikrit og fleira. 

Í Lundúnum kynntist hún manninum sínum, Paul Jones, árið 2014. „Þá var Tinder ekki orðið „thing“, þannig við kynntumst á frekar „dodgy“ síðu sem heitir Badoo.co.uk.“

Þau eru núna búsett á Íslandi og eiga saman fjögurra ára dreng, Alexander Smára Jones. 

Litla fjölskyldan unir sér á góðri stund.
Litla fjölskyldan unir sér á góðri stund. Ljósmynd/Aðsend
Frá Barons Court Theatre árið 2018, þegar Rebekka lék Lady …
Frá Barons Court Theatre árið 2018, þegar Rebekka lék Lady Kirsten Liljekrans, í Olaf Liljekrans eftir Henrik Ibsen Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef verið að leika, leikstýra og kenna í bland.“ Síðustu ár hefur Rebekka verið í sýningarhóp Improv Ísland sem er með sýningar alla miðvikudaga í Þjóðleikhúskjallaranum.

Um þessar mundir leikstýrir hún einnig Menntaskóla Borgarfjarðar sem vinnur að uppsetningu dúndursýningar sem fer á fjalir í vor.

Rebekka tók þátt í Camden Fringe Festival árið 2017, en …
Rebekka tók þátt í Camden Fringe Festival árið 2017, en þar voru þau með ævintýrasýningu fyrir börn. Þarna leikur hún mann sem fór inn til Bjarnanna þriggja í stað Gullbrár. Ljósmynd/Aðsend

„Segja má að ég sé atvinnukona í hressleika og tek að mér veislustjórnun, hópefli og aðra atburði. Svo er ég núna að leggja hörðum höndum að því að gera grín á TikTok, þar sem ég er meðal annars að skoða örar lífstílsbreytingar almennings.“

Nóg er að gera hjá Rebekku en milli verkefna vinnur hún einnig við iðjuþjálfun á hjúkrunarheimilinu Mörk. „Þar sem ég hressi við heimilisfólk og stundum starfsfólkið líka.“

Strákarnir í lífi Rebekku Paul Jones og sonur þeirra Alexander …
Strákarnir í lífi Rebekku Paul Jones og sonur þeirra Alexander Smári Jones. Ljósmynd/Aðsend

Gistu hjá norn á Grikklandi

Segja má að leiklistarbakterían og ferðalög hafi fylgt Rebekku lengi. Þegar hún var 21 árs fór hún til eyjunnar Hydra á Grikklandi á leiklistarnámskeið, ásamt vinkonu sinni, Blævi.

„Námskeiðið var kallað Hydrama.“ Fólk á aldrinum 19-40 ára kom þar saman frá öllum heimshornum til að sitja námskeiðið í 12 daga. 

„Við settum upp gríska leikritið The Bacchae, eða Bakkynjurnar eftir Euripides. Ásamt því að læra um landið, heimsækja Aþenu, sjá grískt leikhús, læra gríska dansa, hitta eyjaskeggja og horfa á sólarlagið.“

Námskeiðsgestir fengu gistingu í húsi kennarans, konu á sextugsaldri. Upplifunin var undurfurðuleg en afar góð, að sögn Rebekku. „Eftir á að hyggja var hún líklega norn.“

Hún hafði breytt bakgarðinum í grískt leikhús og útbúið gistiaðstöðu fyrir 20 manns á fyrstu hæð hússins. Að sögn Rebekku klæddist hún alltaf síðum, svörtum kjól, með túrban á höfðinu og tveir svartir kettir fylgdu henni hvert fótmál. 

„Á hverjum morgni fengum við soðin egg og gríska jógúrt með hunangi frá eyjunni. Það er besti morgunmatur sem ég hef fengið fyrr og síðar. Svo ljúffengan grískan mat í hádeginu og á kvöldin, eftir sólarlag.“

Rebekka úti í náttúrunni ásamt syni sínum.
Rebekka úti í náttúrunni ásamt syni sínum. Ljósmynd/Aðsend
Falleg mæðgin í Skansen í Stokkhólmi.
Falleg mæðgin í Skansen í Stokkhólmi. Ljósmynd/Aðsend

Rómantíkin í París

En hver er uppáhaldsborgin í Evrópu?

„Ef það er rómantísk borg þá væri það nú París. Klisja, en satt. Ég fór þangað í menntaskóla með frönskuáfanganum mínum, vissulega ekki með ástmanni, en rómantískt var það þó.“ Og segist Rebekka gjarnan myndu vilja fara þangað með honum Palla (Paul) sínum. 

Ef hún ætti að velja borg til að búa í væru það hins vegar annaðhvort Lundúnir eða Stokkhólmur. „Og þar sem ég er búin að prófa London segi ég Stokkhólmur.“

Rebekka segir Svíana hrikalega óþolandi en klára. Þeir séu „alveg með þetta“ þegar kemur að fjölskylduvænum notalegheitum og skynsamlegri skilvirkni.

„Þar á ég nokkrar yndislegar vinkonur sem hafa það svo gott með fjölskyldum sínum. Hægt er að baða sig í tjörn á sumrin og skauta á þeim á veturna. Þarna er svona túrbó húsdýragarður eða Árbæjarsafn: Skansen. Kósí kaffihús og fjölskyldustemning.“

Fjölskyldan er dugleg að ferðast og eru Vestfirðir í sérstöku …
Fjölskyldan er dugleg að ferðast og eru Vestfirðir í sérstöku uppáhaldi. Ljósmynd/Aðsend
Mæðginin saman.
Mæðginin saman. Ljósmynd/Aðsend

Rafmagnslausi bústaðurinn bestur

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?

„Það er nú sumarbústaðurinn minn í Þorskafirði.“ Rebekka lýsir staðnum sem paradís á jörðu með stórkostlegu útsýni yfir allan fjörðinn. Dvöl í Þorskafirði hægir á öllu og dregur þau aftur í tímann. Þar er ekkert rafmagn og eldað á olíueldavél.

„Þarna er algjör friður og ró og aðeins eitt annað hús í dalnum.“

Til að fá símasamband þarf að standa á einum afmörkuðum bletti úti á palli og til að laga kaffi þarf að sjóða vatn og hella í gegnum kaffifilter, á gamla mátann.

„Við höfum jú díselmótor til þess að pumpa köldu vatni úr borholu, gashitara á svölum sumarkvöldum og sólarsellur fyrir það rafmagn sem við þurfum.“ 

Rebekka skrifaði handritið og lék í víkingastuttmyndinni Heiður þeim sem …
Rebekka skrifaði handritið og lék í víkingastuttmyndinni Heiður þeim sem Heiður ber, sem komst inn á RIFF 2019. Ljósmynd/Aðsend

Matarupplifunin

Vestfirðir eru ofarlega á lista Rebekku, ekki einungis vegna fegurðarinnar heldur einnig í mat og lætur hún sérstaklega vel að einum stað.

„Hádegishlaðborð í Tjöruhúsinu á Ísafirði, „hands down“. Hvað er betra en fiskisúpa, djúpsteiktar gellur og ferskur fiskur í alls konar ljúffengu dótaríi? Alls ekki dýrt og börnin borða frítt.“ 

Sé farið út fyrir landsteinana segir Rebekka besta matinn vera á Masca, Tenerife.

Þar hafi hún farið á lítið veitingahús hátt uppi á fjalli sem bauð upp á æðislegt tapas. Naut hún stórbrotins útsýnisins á meðan hún gæddi sér á salami, geitaosti með hunangi og ólífum. „Mér finnast ólífur ekki góðar, en þessar ólífur myndi ég sko borða í hvert mál.“

Fjölskyldan saman í Regents Park í Lundúnum.
Fjölskyldan saman í Regents Park í Lundúnum. Ljósmynd/Aðsend
Við Hraun- og Barnafossa í Borgarfirði.
Við Hraun- og Barnafossa í Borgarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Illa tenntur og lögregluaðgerðir

Mesta menningarsjokkið segir Rebekka hafa verið í Lundúnum. Þá var hún úti á galeiðunni og hitti þar sætan strák sem hana langaði að taka á löpp. Það hafi hins vegar breyst við tannlaust brosið en kauði hafði misst framtönn í slag á bar eftir leik í enska boltanum, tveimur helgum áður.

Og hafi hún svo kynnst Palla sínum sem sjálfur er mikill aðdáandi enska boltans. „Algjört menningarsjokk.“ Palli er þó enn með allar sínar tennur.

Það er ekki einungis menningarsjokk sem Rebekka hefur upplifað á erlendri grundu heldur hefur hún einnig lent í raunverulegri hættu, þegar hún var stödd – aftur – í Lundúnum.

Hún var á leið í verslun með Palla sínum þegar ungur maður hjólar utan í hana. Sá reyndist vera vopnaður og komust þau að því þegar fjöldinn allur af lögreglumönnum reyndi að yfirbuga hann skömmu síðar.

Hann hafði haft á sér risastórt „machete“, 50 sentímetra langt og flugbeitt. 

„Get the sword, get the sword,“ var kallað í áttina til Rebekku og Palla, sem áttuðu sig á því þarna hve raunveruleg hættan var. Maðurinn var þó handjárnaður á endanum.

Fyrir utan þetta segist Rebekka eitt skipti hafa farið í eftirmiðdagsgöngu í of miklum hita í Albufeira í Portúgal. Sú ganga hefði getað endað í andnauð.

Camden Fringe Festival, þar sem hún lék skeggjuðu konuna í …
Camden Fringe Festival, þar sem hún lék skeggjuðu konuna í leikriti sem hét The Circus. Ljósmynd/Aðsend

Næstu ferðalög

Þrátt fyrir ýmis ævintýri er Rebekka hvergi nærri hætt að ferðast. Hana dreymir um að fara til Ástralíu, til vinafólks þeirra Palla, sem búa í Adelaide.

„Mig langar til þess að sjá öll dýrin sem eru allt öðruvísi en þau sem ég hef lært að venjast hér á landi. Mig dreymir um að sjá jólin í júlí og fallegar strendur. Og fyrst ég er svo á annað borð farin svona langt, langar mig að kíkja við í Asíu á leiðinni.“

Næst á dagskrá sé hins vegar ferð til Írlands í apríl, þangað sem Palli á ættir sínar að rekja, í Wexford. Fjölskylda Palla ætlar að halda upp á afmæli ömmu hans heitinnar.

„Þar á eftir verður svo skógar- og miðsumarsbrúðkaup í Svíþjóð í júní hjá vinkonu minni úr leiklistarskólanum í Arvika.“

@rebmagn Sykurlaus lífstík - Hver á ekki allavega eina svona vinkonu? #lifeisnow #íslenskt #fyp #fyrirþig #fyndið #comedyvideo ♬ Stories 2 - Danilo Stankovic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka