Þessu áttu að pakka að mati tískusérfræðinga

Tískusérfræðingar eru með það á hreinu hverju á að pakka …
Tískusérfræðingar eru með það á hreinu hverju á að pakka niður og taka með í ferðalagið. Arnel Hasanovic/Unsplash

Tískusérfræðingarnir hjá tímaritinu Vogue leggja línurnar hvað ferðalög varðar og benda á hvað hafa þarf í huga.

„Þetta eru hlutirnir sem gera gæfumuninn á ferðalögum. Það eru augljósir hlutir sem maður kemst ekki hjá að taka með eins og t.d. ferðataska. En svo eru það einnig smáatriðin sem skipta máli eins og bakpokar eða handtöskur úr léttu, samanbrjótanlegu efni með þægilegum handföngum,“ segir á Vogue.com.

Vogue mælir með að fólk hugi að gæðum.

„Besti farangurinn snýst ekki bara um farangurinn. Farangurinn þarf að ná utan um fagurfræði ferðalagsins. Ef maður fjárfestir í dýrri tösku sem svo eyðileggst eftir nokkrar ferðir þá getur það farið illa í skapið á manni. Sama á við um ódýru töskuna sem rennilásinn eyðileggst eftir korter eða handfarangurinn sem passar svo ekki í rýmið fyrir ofan sætin.“

Þá þarf að hugsa um hvernig ferðatýpa maður er. Er maður alltaf á ferðinni eða ekki?

„Ef þú ert alltaf á ferðinni þá þarftu harðgera tösku sem þolir mikið hnjask. Ef þú ert að fara á fjarlægar slóðir þá þarftu frekar góðan bakpoka sem þú getur troðið í litla bíla, báta eða rútur.“

Töskur þurfa að henta persónulegum þörfum ferðalangsins.
Töskur þurfa að henta persónulegum þörfum ferðalangsins.

Listi yfir það sem þarf að taka með:

  • Ferðataska
  • Handfarangurstaska
  • Fallegt snyrtiveski
  • Skartgripaskrín 
  • Vegabréfsveski
  • Koddi
  • Heyrnatól
  • Maski fyrir varir
  • Mjúkir sokkar
  • Jogging buxur
  • Handáburður
  • Svefngríma
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert