Flórens æltar að banna lyklabox til þess að sporna við túristasprengju þar í borg. Þetta kemur fram í umfjöllun The Irish Independent.
Lyklabox eru mikið notuð þegar húsnæði er leigt út til skamms tíma t.d. á Airbnb og gerir leigjendum kleift að þurfa ekki að halda úti „innritunarþjónustu“ fyrir fasteignir sínar. Margir eru í nöp við ofurtúrisma þar sem hann viðheldur háu verði á húsnæðismarkaðnum og ýtir heimafólki út í úthverfin.
Borgaryfirvöld í Flórens hafa lofað því að frá og með næsta ári verða öll lyklabox bönnuð í ákveðnum svæðum miðborgarinnar. Borgarstjórinn Sara Funaro segir að þetta sé leið til þess að viðhalda sjálfbærum túrisma og til að hafa stjórn á fjölda ferðamanna. Þá á þetta einnig að verða til þess að auka lífsgæði íbúanna. „Maður þarf bara að rölta í gegnum miðbæinn til þess að sjá hversu mörg þessi lyklabox eru,“ segir Funaro.
Raddir sem þessar eru að verða æ háværari þar sem mörgum finnst borgirnar vera að missa sjarmann sinn. Hverfisbúðirnar víkja fyrir veitingastöðum eða túristabúðum. Fólk er farið að mótmæla og segja að borgin sé ekki hótel. Þá hafa aðgerðasinnar tekið sig saman og fjarlægt lyklaboxin í skjóli nætur.