Hvar í Evrópu er auðveldast að tala ensku?

Íbúar Hollands, Svíþjóðar og Noregs eru með hvað besta enskukunnáttu …
Íbúar Hollands, Svíþjóðar og Noregs eru með hvað besta enskukunnáttu á heimsvísu. Alexis Brown/Unsplash

Sumir af vinsælustu áfangastöðum Evrópu geta verið ákveðin áskorun nái tungumálakunnáttan ferðalanga ekki lengra en til enskunnar. Á hverju ári tekur alþjóðlega fyrirtækið Education First (EF) efstu og neðstu löndin þegar kemur að enskukunnáttu íbúa. 

Árið 2024 sýndu niðurstöður almennan samdrátt í enskukunnáttu á heimsvísu, sérstaklega meðal kvenna og nemenda. Níu af hverjum tíu löndum með besta enskukunnáttu eru í Evrópu. 

Eflaust væri betra að kynna sér grunn þekkingu í tungumáli …
Eflaust væri betra að kynna sér grunn þekkingu í tungumáli sumra áfangastaða svona til að geta bjargað sér. Elevate/Unsplash

Evrópulönd sem komu best og verst út

Líkt og árið í fyrra náðu Hollendingar hæsta skori varðandi enskukunnáttu með 636 stig, með besta kunnáttu í ensku sem annað tungumál bæði í Evrópu og af 116 löndum á heimsvísu. 

Á meðal ríkja með mjög mikla færni í ensku eru einnig Noregur, í öðru sæti á heimsvísu, og Svíþjóð, í fjórða sæti með 608 stig. Önnur ríki með framúrskarandi kunnáttu voru Króatía, Portúgal, Danmörk, Grikkland og Austurríki. 

Þau Evrópulönd sem eru með minni kunnáttu í ensku eru Þýskaland, Rúmenía, Belgía, Finnland og Pólland.

Sumir af vinsælustu áfangastöðum í Evrópu hafa aðeins „meðal kunnáttu“ í ensku, t.d. Frakkland, sem hefur fallið niður listann undanfarin ár og er nú í 49. sæti á heimsvísu. Ítalía er í 46. sæti á meðan Spánn vermir 36. sætið.

En Georgía og Hvíta-Rússland komu betur út en Frakkland, Ítalía og Spánn. Önnur ríki í flokknum „hófleg færni“ eru Moldóva, Albanía, Rússland, Úkraína og Armenía. 

Þeir staðir sem hvað erfiðast er að tala ensku eru Tyrkland og Aserbaídsjan, en bæði lönd falla í flokkinn „lítil færni“. 

Konur í Afríku eru jafnan betri í ensku en karlmenn …
Konur í Afríku eru jafnan betri í ensku en karlmenn í álfunni. Graca Assane/Unsplash

Kunnátta kvenna í Afríku batnaði mest

Enskukunnátta í Evrópu er í lægð, en fylgst hefur verið með þróuninni frá árinu 2011 og hefur kunnáttan dregist saman. Þrátt fyrir það hefur sú ládeiða sem hefur verið í kunnáttu aldurshópsins 18-20 ára lagast.

Kynjamunur er varðar enskukunnáttu í löndunum sem mæld voru virðist viðvarandi. Þó hefur enskukunnátta kvenna staðið í stað á meðan kunnátta karla fór minnkandi, sem minnkar muninn.

Í alls fjörutíu löndum er enskukunnátta karla töluvert meiri en kvenna.

Afríka er eina heimsálfan þar sem konur hafa jafnan betri enskukunnáttu en karlmenn og hvar kunnátta kvenna batnaði hvað mest. 

EuroNews

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert