Chrissy Teigen deilir bestu ferðaráðunum

Chrissy Teigen deilir ýmsum ferðaráðum í nýlegu viðtali.
Chrissy Teigen deilir ýmsum ferðaráðum í nýlegu viðtali. Skjáskot/Instagram

Ameríska fyrirsætan, Chrissy Teigen, þrífst ansi vel á að skemmta sér heima við með fjölskyldunni,sem er dugleg að ferðast. Hún á fjögur börn með eiginmanni sínum, margfalda Grammy-verðlaunahafanum, John Legend. 

Í nýlegu viðtali við Travel and Leisure segir hún frá matarvenjum í tengslum við ferðalög og deilir ferðaráðum. 

Chrissy Teigen og John Legend eiga saman fjögur börn og …
Chrissy Teigen og John Legend eiga saman fjögur börn og hafa gaman af að ferðast. Um jólin ætla þau til London. Skjáskot/Instagram

Spurð um hvaða áfangastaður hafi komið henni mest á óvart varðandi mat segir Teigen það vera Balí. Maturinn þar sé ótrúlega bragðgóður.

 „Við elskum tonn af kryddi og þessa blöndu af beysku, sætu og söltu,“ segir hún í viðtalinu.

Á Balí fór hún á ótal matreiðslunámskeið aðeins vegna þess hve innblásin hún var af staðbundnu hráefninu.

Á ferðalagi segist Teigen helst vilja borða þurrkað nautakjöt eða „beef jerky“, sem einnig er fáanlegt í matvörubúðum hérlendis. Hún geti þó sjaldnast hafnað matnum sem flugvélarnar bjóða upp á og passar augljóslega að vera vel södd á flugi.

Chrissy Teigen veit fátt betra en að vera með börnunum …
Chrissy Teigen veit fátt betra en að vera með börnunum sínum. Skjáskot/Instagram

Límir límband á flugsæti og glugga

Þegar hún kemur heim eftir langt ferðalag segist hún helst vilja elda einfaldan rétt á borð við spagettí í tómatsósu, með kryddi, ferskri basilíku og rifnum parmesan osti. 

Eina varan sem Teigen getur ekki ferðast án og fylgir í farangrinum hvert sem hún fer er kremið Aquaphor. Það notar hún á hnúana, varirnar og andlitið og segir það vera alhliða lækningu á öllu því áreiti á húðina sem fylgir oft löngum ferðalögum.

Spurð um hver sé besta leiðin til að halda börnunum uppteknum á flugi, segir Teigen það vera spjaldtölvu fyrir eldri börnin. Þau fá að spila leiki og horfa á það sem þau langar til og því fylgja engin takmörk. 

„Ef allir þegja þá er ég ánægð.“

Fyrir yngri börnin sá Teigen snilldarráð á TikTok sem hún nýtir óspart á ferðalagi. Það er að líma límband á gluggana og flugsætið fyrir framan og leyfa krílunum að dunda sér við að plokka það af og setja á aftur.

Þetta hafi a.m.k haldið hennar börnum uppteknum góða stund.

Uppáhalds áfangastaður yfir hátíðarnar segir Teigen t.d. vera borgarferð til New York að sjá The Rockettes. Að þessu sinni ætlar fjölskyldan hins vegar að fara til London, þar sem hún ætlar að ferðast um í tveggja hæða strætisvagni og versla í Harrods.

Í flugi fá eldri börnin að vera eins mikið og …
Í flugi fá eldri börnin að vera eins mikið og þau vilja í spjaldtölvu. Þá setur Teigen engin takmörk á skjánotkun. Skjáskot/Instagram

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert